Færslur: 2005 Júlí

31.07.2005 18:17

Látrabjarg 2-4/8

Fyrirhugað að fara í 3ja daga ferð fyrir Látrabjarg.  Baldur tekinn á þriðjudagsmorgni frá Stykkishólmi, fyrstu nótt gist á Rauðasandi. Ferð lýkur á Patreksfirði á fimmtudagskvöld.

Ræðarar eru Ari Ben, Steini Stykkish. og Halli Njáls, hugsanlega 2 aðrir ræðarar .

31.07.2005 18:07

Verslunarmannahelgin

Vinnudagur hjá Kajakklúbbnum, sjóhúsið var málað þak og timburverk, og einhverjir timburmenn með.

Kayakleiga um leið í fjörunni og fóru um 30 manns á kayak.

 

30.07.2005 17:59

30 Júlí 2005

Laugardagur um verslunarmannahelgi, í  dag er blíðskaparveður í dag sól  blíða og Neistaflug í fullum gangi.
Nokkrir bátar settir á flot fyrir vini og vandamenn og reyndar 2 útlendinga líka sem
óskuðu eftir kajakferð.


 

29.07.2005 00:28

Velkomin

Velkomin á vefsvæði Kayakklúbbsins Kaj Neskaupstað.

Þessi síða er rétt ný fædd ef svo má segja og er  markmiði að dunda við að  færa inn sögu klúbbsins til gamans bæði fyrir okkur sem standa að honum og einnig fyrir ykkur hin.
Ýmsar skemmtilegar heimildir eru til og hellingur af myndum sem verður einnig sett inn.

Þeir sem vilja koma ábendingum, ferðasögum , myndum eða einhverju öðru á framfæri
endilega bara senda okkur póst á kaj.is@hotmail.com  og við munum sjá um að koma þeim á framfæri.

 

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker