Færslur: 2005 Ágúst

28.08.2005 12:26

Enn fleiri myndir

Jæja gott fólk var að bæta við link inn á http://www.bakkafjordur.is/Kajakmyndir/index.html þar eru hellingur af myndum sem teknar voru við upphaf Austfjarðaferðarinnar í sumar. Endilega lítið á þær og einnig á vefinn bakkafjordur.is
Í þessum skrifuðum orðum eru Ari og Andri úti með túrista í 2ja tíma róðri.  ágætis veður þó manni finnist komið of mikið haust í loftið miða við árstíma.
Með kveðju
Áslaug

25.08.2005 19:24

Myndir úr ferðinni Bakkafjörður-Héraðsflói

Hæhæ lesendur góðir
Er að setja inn mínar myndir úr aðalkajakferð sumarsins - "Austfirðir 2005", skipulögð af kajakklúbbnum KAJ, Norðfirði. Ferðin var farin dagana 19.-24. júlí í sumar. Meðlimir ferðarinnar voru ellefu, víðsvegar að af landinu og var þetta sami kjarni og hefur verið undanfarin ár í Austfjarðaferðum KAJ.
Ferðin þótti takast vel í flesta staði, og vorum við sæmilega heppin með veður og sjólag. Þessi ferð verður í minnum höfð fyrir fjölda höfuðblautra ræðara, brotlendinga og uppistandara á hafi úti (skýrist er þið sjáið myndirnar).
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, ætla að reyna að koma þessum myndum inn fyrir ykkur.
Með kveðju,
Pálmi
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker