Færslur: 2006 Febrúar

20.02.2006 22:01

Sundlaugaræfing ... og ljósvæðing

Sundlaugaræfing í gær kl 17 og var góð mæting.  Rétt að kvitta fyrir alla sem mættu.

Helga, Ingólfur, Eyþór, Óskar, Alexander, Pálmi, Pjetur, Magnea, Andri, Ari, Rebekka, Oddný

Í framhaldi ljósvæddi Fáskrúðsfjarðararmur Kayakklúbbsins sjóhúsið, þannig að ekki verða framin fleiri myrkraverk þar

Sjóhúsið er nú orðið ljósvætt og hægt að skipta um föt í upplýstum salarkynnum. 

18.02.2006 12:55

Steini Stykkishólmi kayakmaður ársins

Kjör á sjókayakmanni árisns 2005 var kynnt á afmælishátið kayakklúbbsins í Reykjavík um síðustu helgi.  Það er enginn annar en Þorsteinn Sigurlaugsson eða Steini í Hólminum sem var kjörinn.  Hann náði þeim einstaka árangri á síðasta ári að vera fyrsti íslendingurinn til að ná 5 stjörnum í breska BCU kerfinu, prófið tók Steini á Anglesey í  Whales.

Við óskum Steina til hamingju með þennan heiður en hann er vel að honum kominn.

Steini við undirbúning í Whales 2004

 

Rauðisandur, frábærar brimaðstæður

Steini sefur værum blundi á Rauðasandi eftir erfiða og skemmtilega brimreið gegnum brimskafla í ágúst 2005

12.02.2006 14:07

Félagsróður ...

Farið frá félagsheimili Kaj í stuttan hressandi sunnudagsróður, kalt og snjókoma

Pálmi, Bjarki, Andri og Ari

10.02.2006 10:54

Til hamingju með daginn ...

Kayakklúbburinn í Reykjavík er 25 ára í dag www.kayakklubburinn.is

... Kayakklúbburinn Kaj hefur í gegnum árin átt góð samskipti við Kayakklúbbinn í Reykjavík og fengið að njóta þess styrka starfs sem þar fer fram. 

 

05.02.2006 23:40

Sunnudagur til sólar ...

Félagsróður farið út frá kayakheimilinu tími 11-13, alls fjórir í þetta skiptið og róið út að Páskahelli.  Fáranlegt sumarveður, logn sól og 12 stiga hiti.

Hjalli Jóh., Bjarki R.A., Andri F., Ari  Ben

04.02.2006 22:29

Myndir inn

Já það eru komnar inn myndir sem teknar voru fyrir ferðina í Hellisfjörð um síðustu helgi.

Bestu kveðjur frá Okkur á Blómsturvöllunum.

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker