Færslur: 2006 Mars

27.03.2006 21:47

Kayaksumarið 2006

Kayakklúbburinn í Reykjavík er búinn að safna saman á einn stað kayakviðburðum sumarsins og er afraksturinn undir www.kayakklubburinn.is/web/dagskra.php

Eins og sést þá er af nógu að taka þetta árið.  Árlega 4-5 daga ferð Kaj er 9-13. júlí á Strandirnar fyrir vestan.  Í þeirri ferð sameinast kayakræðar víðsvegar að af landinu og er stefnt á að hefja róðurinn í Djúpavík og enda í Fljótavík eða Hornvík, þangað verður náð í ræðara á bát frá Ísafirði.  Ferðatilhögun verður auglýst betur seinna.

23.03.2006 08:46

Seakayakiceland var Saga

Kayakleigan Sagan á Stykkishólmi hefur breytt um nafn og heitir nú Seakayakiceland.  Eigandi fyrirtækisins er Þorsteinn Sigurlaugsson.  Ný vefsíða fyrirtækisins er www.seakayakiceland.com

Leigan er að fá í vor fjölda nýrra báta frá Nigel Dennis www.seakayakinguk.com

Romany

22.03.2006 12:48

Shawna og Leon

Smá fréttir af Shawna og Leon í San Juan eyjunum sem réru hringinn í kringum Ísland 2003.

Þau reka kayakskóla undir nafni www.bodyboatblade.com á San Juan eyjum á vesturströnd Bandaríkjanna.  Þau hafa verið með námskeið núna í mars í svokallaða Deception Pass en það eru þrengingar milli eyja og verður straumurinn og hnútköstin eins og í mjög straumharðri á, eða meira en 8 mílur.  Þetta svæði er með straumhörðustu sjávarföllum í heimi og er tilvalið leiksvæði kayakræðara. 

Hér er skemmtileg grein um námskeiðið og svæðið í The Seatle Times

http://seattletimes.nwsource.com/html/outdoors/2002866793_nwwkayaks16.html

 

Myndir fengnar úr greininni:

ImageImage

16.03.2006 09:26

Brotlending kayaklöggunnar

Jæja það hlaut að koma að því að eitthvað markvert gerðist.  En að öllu gamni slepptu þá braut Óskar Þór bátinn sinn í brimlendingu og verður báturinn ekki sjósettur á næstunni nema með stórviðgerðum.   Þar fór goðsögnin um skothelda kevlarbátinn frá Fáskrúðsfirði fyrir lítið, en stórt gat kom á bátinn.    Báturinn verður vonandi orðinn haffær fyrir vorið.

01.03.2006 13:34

Sean Morley engin hringferð í ár ...

Sean Morley, kayaklöggan frá Skotlandi, er hættur við að róa hringinn í kringum Ísland í sumar.  Sean ætlaði í upphafi að róa frá Reykjavík og fara andsælis byrja á suðurströndinni og fara öfuga leið miðað við alla aðra leiðangra sem reynt hafa við það að róa hringinn í kringum landið.  Hann breytti þeirri áætlun og var komin á þá skoðun að betra væri að fara réttsælis og ætlaði að byrja á Seyðisfirði.  Búið var að undirbúa leiðangurinn vel, en honum tókst ekki að fjármagna ferðina og því var hætt við. 

Það hefði verið góð lyftistöng fyrir kayaksportið hérna heima að fá þennan frábæra kayakræðara á strendurnar okkar í sumar, en hann stefnir á að heimsækja Ísland seinna.

Heimasíða kappans er http://www.expeditionkayak.com/index.php

Myndir sem Sean sendi okkur :

 

Surfað The Bitches í Whales

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker