Færslur: 2006 Maí

30.05.2006 09:47

Félagsróður

Félagsróður frá félagsaðstöðu Kaj 30.maí s.l., alls fóru 12 manns, myndir eru í myndaalbúminu. 

29.05.2006 12:50

Fréttabréf

Út er komið fréttabréf kayakklúbbsins í Reykjavík, en þar eru meðal annars upplýsingar um starfið hér fyrir austan.  Hægt er að nálgast eintak hér fyrir austan í félagsaðstöðu Kaj, í fjörunni neðan við kirkjuna á Norðfirði.  Félagsróðrar eru alla þriðjudaga kl 20 frá félagsaðstöðunni. 

Allir velkomnir.

Mynd úr ferð skipulögð var af Kaj í fyrra, frá Bakkafirði til Héraðsflóa

23.05.2006 11:42

Hringferð Rotem Ron

Á síðunni www.seakayak.co.il/newsite/iceland.htm er að finna frekari upplýsingar um hringferð Rotem Ron um Ísland:

 

20.05.2006 01:16

123.is/kaj in english

Comming soon !

19.05.2006 15:53

Styrkur frá Fjarðabyggð

Beiðni klúbbsins var tekin fyrir á fundi íþrótta- og tómstundanefndar fimmtudaginn 18. maí sl. Nefndin samþykkti að styrkja kajakklúbbinn KAJ um kr. 50.000.- vegna uppbyggingar unglingastarfs.

15.05.2006 22:28

Breiðdalsvíkurarmur Kaj

Nýkomin úr róðri á Breiðdalsvík þau Hrefna, Ingólfur og Helga.

Helga spúlar kallinn ...

12.05.2006 00:22

Hringfari ...

Ísraelsk kona að nafni Rotem Ron hefur haft samband við klúbbinn og ætlar hún að róa hringinn í kringum Ísland í sumar.  Rotem ætlar að byrja í Reykjavík og róa réttsælis kringum landið.  Hún er styrkt af kayakframleiðandanum NDK og LENDAL ára framleiðandanum.  Báturinn hennar er Romany Explorer frá NDK, og án ugga til að spara rými.

Spennandi verður að fylgjast með hvort henni tekst að verða fyrsti kayakræðarinn til að róa einsamall í kringum eyjuna okkar. 

Fyrir þá sem þekkja til þá þekkjast Hadas Feldmann og Rotem.  En Hadas hefur róið með Jeff Allen í kringum Japan og Suður Georgíu.  Jeff heimsækir okkur hingað austur  í sumar. Og

10.05.2006 00:11

Ratleikur hjá 10.bekk

10. bekkur Nesskóla endaði ratleik í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju.  Alls komu 22 krakkar í þessum skemmtilega bekk og fóru allir á kayak.  Þrátt fyrir mikið busl voru aðeins 2 sem hvolfdu.  Myndir eru undir myndamöppunni.

07.05.2006 00:08

Vinnudagur í Fjörunni

Sunnudagurinn var tekinn í að dusta rykið af bátunum, smíða pall, smíða bekki, tengja ljós, setja upp hengi í sjóhúsinu, leyfa einhverjum að fara á kayak, baka vöfflur, spúla skrúbba og henda rusli.  Geri aðrir betur.  Alldeilis mikið gert þegar svona margar hendur koma saman sennilega um 20 manns sem tóku þátt í þessu giggi hjá Kaj sem tók allan sunnudaginn.  Myndamappa er undir myndasíðunni.

Formaðurinn siglir á heimasmíðaða gripnum

04.05.2006 16:42

Þriðjudagar í sumar kl 20:00

Skipulagðir félagsróðrar í sumar eru á þriðjudagskvöldum kl. 20

Mæting í fjöruna neðan við Norðfjarðarkirkju. 

Áhugasamir hvattir til að láta sjá sig eða hafa samband

ari s:8639939

 

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker