Færslur: 2006 Júní

30.06.2006 18:57

E-mail úr Bjarnarey

Rotem svaf í nótt í Bjarnarey, hún sendi klúbbnum tölvupóst í gegnum gervinattasímann sinn. 

Hún stefndi á að koma á Norðfjörð á morgun laugardag, en vegna veðursins verður það ekki fyrr en á sunnudag.  Frá því hún kom á Vopnafjörð er búin að vera nokkuð stíf SA átt.  Rotem gerði tilraun með að leggja frá Bjarnarey í morgun, en snéri við, því vindhviðurnar voru allt að 20 m/s.

Bjarnarey -  Mynd frá kayakferð sem farin var í fyrrasumar Bakkafjörður Héraðsflói

29.06.2006 08:51

Rotem búin með 1/3

Þá er hún Rotem komin á austfirðina og er hún á mikilli ferð, réri 70 km þann 27. þegar hún réri frá Langanesi að Vopnafirði. Hún hefur nú lokið rúmlega 1/3 leiðarinnar og gengið mjög vel. 

21.06.2006 11:52

Félagsróður

Alls fóru 12 kajakar á sjó í gærkvöld frá félagsaðstöðu kaj í NA næðingi og kulda. Heitt kakó beið í fjörunni

16.06.2006 17:39

Rotem Ron

Vel gengur hjá Rotem Ron að fara hringinn en hún lagði upp frá Stykkishólmi og var á Ísafirði þann 13 s.l.

Þetta er slóðin hennar en hún bloggar úr gervihnattasíma

http://www.seakayak.co.il/icelandMap/icelandRoute.htm

 

15.06.2006 12:19

Andapollurinn á Reyðarfirði 17.júní

Kynning á kayaksportinu verður á Andapollinum Reyðarfirði n.k. laugardag  

Dagskráin hefst kl 14:30.

Félagar úr klúbbnum verða á staðnum og leyfa fólki að prófa.

Frá Stapavík í Vopnafirði júlí 2005

14.06.2006 09:02

Félagsróður Byrjendanámskeið

Góð mæting í gærkvöld, en alls fóru 15 kayakar á flot, skiptist hópurinn í tvennt, byrjendur og lengra komna. 

Næsta uppákoma er í kvöld kl 20 en þá er framhald á byrjendenámskeiðinu sem hófst s.l. miðvikudag, tími 2 af 3.  Takið með smá nesti.

 

13.06.2006 09:20

Róið er öll þriðjudagskvöld kl.20 og byrjendanámskeið kl. 20

Félagsróðrar eru á þriðjudagskvöldum kl 20 frá félagsaðstöðunni.

Byrjendanámskeiðið sem hófst sl miðvikudagskvöld heldur áfram næstu 2 miðvikudaga kl. 20, enn eru laus pláss.  Og nóg að mæta í fjöruna neðan við kirkjuna.

12.06.2006 08:49

Sjómannadagshelgin

Fjöldi fólks kom og prófaði kayak um sjómannadagshelgina, en opinn dagur var í félagsaðstöðunni á laugardeginum og var hægt að leigja báta.

10.06.2006 09:13

Tveir 4* ræðarar

Fjöldi ræðara sótti námskeiðin hjá honum og óhætt að segja að Jeff hafi kennt austfirskum ræðurum mikið og stendur sportið sterkara eftir.  Tveir ræðarar reyndu við 4* prófið hjá Jeff og náðu því, en það eru þeir Óskar Þór og Pálmi Ben. 

Þökkum Jeff fyrir skemmtilega daga, en hér er heimasíða Skalybax þar sem kappinn starfar www.seakayakingcornwall.co.uk/training.html

07.06.2006 01:05

Vel heppnuð námskeið og hvalaskoðun

Minni á fyrirlesturinn fimmtudagskvöld kl 20. hjá Jeff á Rauða torginu Norðfirði, 500 kr inn.

Byrjendanámskeið Kaj tókst vel og Incident management námskeið líka.  Happafengur að fá kennara eins og Jeff sem er ræðari á heimsmælikvarða.  Aðstæður fyrir incident management námskeiðið voru að vísu ekki nógu góðar þar sem veður er búið að vera mjög stillt undanfarna daga og hvergi brim eða vind að finna.  Nú er bara að sjá hvor tekst að finna aðstæður á morgun sem henta fyrir 4* þjálfun og próf.

Bónus á kayaknámskeiðunum voru 3 hnúfubakar sem hringsóluðu á Norðfirði innan um kayakræðarana.  En nánast var hægt að strjúka hvölunum á bakinu, svo spakir voru þeir.  Ingólfur frá Breiðdalsvík fékk að finna fyrir hvalsporði uppundir bátnum sínum. 

Myndir af námskeiðunum og úr hvalaskoðunarferð er í myndaalbúminu. Einnig stutt video brot af hvölunum undir myndbönd.

Megaptera movaeangliae

05.06.2006 13:16

Kayaknámskeið Kaj og kynning

Á miðvikudag og fimmtudag (7-8.júní) verður mikið um að vera hjá kayakklúbbnum Kaj.

Brekski kayakræðarinn Jeff Allen verður með kayaknámskeið. Er það Incident management námskeið og í framhaldi 4 stjörnu þjálfun og próf.  

Miðvikudagur kl 13 Byrjendanámskeið

Miðvikudagur kl 17 4*æfing og Incident management

Fimmtudagur kl 13 4*æfing og assessment

Fimmtudagskvöldið kl 20 verður kynning á kayaksportinu á Rauða torginu á Norðfirði.  Jeff Allen mun segja frá ferðum sínum í máli og myndum.   Meðal annars frá Japan og úr nýfarinni ferð í kringum Suður Georgíu  við suður Ameríku (Horn) í máli og myndum.  Jeff er með fremstu ræðurum í heiminum og hefur skemmtilega frásagnarhæfileika. Rauða torgið á Norðfirði verður opið og kostar 500 kr inn.  Allir velkomnir

Nánari upplýsingar og skráning hjá Ara Ben

 

GSM: 863 9939

04.06.2006 21:54

Sjókayakmót í Stykkishólmi

Eiríkur Rauði 2006

Sjókayakmótið Eiríkur Rauði var haldið um hvítasunnuhelgina í Stykkishólmi með glæsilegri dagskrá.
Þau Hadas Feldman og Jeff Allen voru með námskeið og héldu fyrirlestra

Þyrla landhelgisgæslunnar kom og rótaði í ræðurum.

Keppt var í sprettróðri og veltu keppninni.

Það verður að segja að Steini í Hólminum á heiður skilið fyrir að halda þetta mót og vonandi að hann haldi því áfram

Frekari upplýsingar á www.seakayakiceland.com

 
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker