Færslur: 2006 Október

23.10.2006 14:33

Svartfuglsveiði

Þrír ræðarar fóru í félagsróðurinn sl sunnudagsmorgun.  Farið var á svartfuglsveiðar í Norðfjarðarflóa, þungur sjór var og þó nokkur NA vindur.  Ekki var mikil veiði, en stuttnefja og hávella lágu.

16.10.2006 15:28

Félagsróður

Frábært veður var í félagsróðrinum sunnud. 15. okt, sól og logn, sem reyndar breyttist í sterka NA vind.  Alls fóru 11 ræðarar á sjó, þó sumir hafi sofið yfir sig.  Hluti hópsins fór í hellaskoðun við Hellisfjarðarnesið og eru myndir frá því í myndaalbúminu http://www.123.is/album/display.aspx?fn=kaj&aid=-1933428608

08.10.2006 11:46

Sundlaugaræfing

Góð mæting var á sundlaugaræfinguna sl laugardag (7.okt) þrátt fyrir kulda og rigningu. 

Næsta Sundlaugaræfing er samkvæmt skipulaginu, laugardaginn 4. nóv.

02.10.2006 22:06

Skot í myrkri ...

Tveir kayakræðarar sem réru niður Norðfjarðará 2. okt.lentu í skotlínu gæsaskyttna.  Eins gott að vera með ljós í myrkrinu til að verða ekki höfðinu styttri.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker