Færslur: 2007 Janúar

19.01.2007 13:52

Hafnargerð KAJ

Kajakklúbburinn sótti um styrk hjá hafnarsjóði Fjarðabyggðar til að setja upp flotbryggju við félagsaðstöðu klúbbsins á Norðfirði.  Erindið var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar þann 16.1 s.l.. 

Bókun fundarins hljóðar svo: "Bréf frá Kajakklúbbnum Kaj dags. 10. desember 2006. Í bréfinu er óskað eftir styrk frá hafnarsjóði til að koma upp flotbryggju neðan við aðstöðu félagsins á Norðfirði. Hafnarstjórn lítur jákvæðum augum á erindið en ákvað að gefa sér lengri tíma til að skoða þetta mál í tengslum við aðrar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu og fjármögnun hafnarsjóðs á þeim."

Loftmynd af félagsaðstöðu KAJ, en sett hefur verið inn á myndina hugmynd að staðsetningu á flotbryggju

16.01.2007 18:30

Sunnudagsróður

Þrír ræðarar fóru frá Norðfirði í Nipustapa, sunnudaginn 14.jan.  Flott veður og gott í sjóinn, en gerði vindhviður þegar snérist í norðanátt.  Ein velta og í kjölfarið fylgdi björgun, helv... kalt og lærdómsrík ferð.  Myndir og video úr ferðinni í möppunum til hægri.

 

08.01.2007 17:42

Kajakmaður ársins 2006

Siglingasamband Íslands, sem er eitt af sérsamböndum ÍSÍ, kynnti í lok ársins val á siglinga- og kajakmanni ársins.

Kajakmaður ársins var kosinn Haraldur Njálsson, Kayakklúbbnum í Reykjavík. Halli náði þeim árangri á árinu 2006 að verða Íslandsmeistari í flokki sjókajakróðri karla og í þriðja sæti í Íslandsmeistaramóti í flokki staumkajakróðri karla.  Þetta er einstakur árangur í sögu Íslandsmeistaramóts í kajakróðri. Fyrir utan afburða árangur í keppnum ársins hefur Halli unnið ötullega að uppbyggingu Kayakklúbbsins og tekið þátt í að þróa íþróttina áfram á Íslandi.

Halli út af Hornströndum í raðróðrarferð KAJ í júlí 2006. Mynd Karl Geir Arason og innfelld www.silsport.is/

Kaj óskar Halla innilega til hamingju með titilinn.

01.01.2007 17:36

Gleðilegt nýtt Kajakár ...

Mjög góð mæting var í gamlársdagsróðurinn, enda frábært veður. 

Alls 13 bátar sem fóru þetta árið.  Endað var á því að fara í sund og heitu pottana ...

Nokkrar myndir frá upphafi túrsins eru í myndaalbúinu

Jói,Pálmi,Óskar,Bjarki,Valur,Pjetur,Gummi,Sigurbergur,Jónína,Ari,Sveinn,Guðjón og Pálína

 

  • 1
Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 269
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1007275
Samtals gestir: 160325
Tölur uppfærðar: 13.12.2017 20:49:47

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker