Færslur: 2007 Maí

31.05.2007 21:52

Opinn dagur hjá Kayakklúbbnum Kaj

Þá er komin enn ein Sjómannadagshelgin og að venju verður opinn dagur hjá kayakklúbbnum Kaj  að þessu sinni er það Laugardaginn 2.júní, frá kl 12-14 og standa félagar einnig  fyrir kajakleigu á sama tíma.
Í fyrra voru slegin öll met því aðsókn var mjög mikil.
Hvetjum við ykkur því unga sem aldna að koma og kynna ykkur sportið.
Sjáumst í fjörunni.28.05.2007 11:30

Móti Eiríks Rauða lokið

Þá er móti Eiríks rauða lokið.  Síðasta hluta þess lýkur í dag, en það er 4* mat, sem Simon Osbourne er með.

Í höfninni í gær fór fram sprettróðrarkeppni, og veltukeppni.  Haraldur Njálsson vann karlaflokkinn, Carlotta vann kvennaflokkinn.  Örlygur Steinn vann veltukeppnnina, en myndin hér að neðan er frá keppendum veltukeppninnar.  Ísfirðinganna var sárt saknað í róðrar og veltukeppnina.

Steini og Rita eiga heiður skilið fyrir að standa straum að þessu frábæra móti og lyfta sportinu á hærra plan.

26.05.2007 20:11

Eiríkur Rauði ...

Nú stendur sem hæst sjókajakmót Eiríks Rauða á Stykkishólmi.  Fjöldi ræðara eru samankomnir að taka þátt í þessu móti, en margt er í boði, námskeið, dagróðrar, sundlaugartímar osfrv.  Hápunktur dagsins var þyrlubjörgun, en æfð var björgun kayakræðara af fleka kayakræðara. 

Mynd Rita Hvönn, Steini að fá það óþvegið frá Landhelgisgæslunni

Sjá t.d.þessa frétt á mbl.is


24.05.2007 20:07

Breiðdalseyjar, 7und

Já 7 ræðarar fóru í Breiðdalseyjar, frábær túr á frábæru róðrarsvæði. 

21.05.2007 12:20

Félagsróður Breiðdalsvík ...

Þennan þriðjudaginn, eða 22.maí, ætlum við að róa út frá Breiðdalsvík, í fylgd Ingólfs og Helgu.  Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðararmur Kaj mun reyna að mæta.

Ari getur tekið 7 báta og Pálmi 2, áhugasamir geta skráð sig hjá Ara 863 9939. 

18.05.2007 21:44

Kennsluefni ...

Ótrúlega góð síða með kennsluefni, endilega kíkja á þetta 
www.kayakpaddling.net 


16.05.2007 08:49

Félagsróðurinn

Alls fóru 10 ræðarar í félagsróðurinn þennan þriðjudaginn, en farið var frá tveimur stöðum í þetta skiptið, Norðfirði 7 ræðarar og Breiðdalsvík 3 ræðarar.

Bjarki mætti í nýja þurrgallanum sínum, með Sólheimabrosið.  Í Breiðdalsvíkinni fannst vængbrotin gæs sem þurfti að aflífa.  Spurning hvenær villibráðarveisla Kaj verður haldin. 

12.05.2007 11:56

Í ölduróti með blautu fési

Í síðasta félagsróður mættu 6, fín túr út fyrir Páskahelli með smá ölduróti.  Einhverjir reyndu veltur með ýmsum útfærslum og útkomum.

Næsti félagsróður er nk þriðjudag kl 19:30.

04.05.2007 14:56

Félagsróðrar þriðjudagar kl.19:30

Í sumar verða félagsróðrar á þriðjudagskvöldum frá aðstöðunni á Norðfirði kl 19:30, fyrsti róðurinn verður þriðjudaginn 8. maí
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker