Færslur: 2007 Júlí

31.07.2007 22:46

Vinnudagar í fjörunni ...

Ekki viðraði vel til róðurs í dag þannig að í stað róðurs var háþrýstispúlað og tiltekt.

Þessa dagana eru félagar í Kaj að vinna í að standsetja húsnæði félagsins og laga umhverfið í samráði við umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar.  Sérstakur vinnudagur verður auglýstur fljótlega . . .

Verkefni:
  • Háþrýstiþvo nýju geymsluna að innan og utan áður en hægt verður að mála. 
  • Fjarlægja sandinn og grasið sem safnast hefur upp undanfarin ár. 
  • Tiltekt í geymslunum
  • Taka upp hellur
  • Útbúa niðurföll í geymslum
  • Partý í fjörunni

Fljótlega eftir verslunarmannahelgi verður sett upp grjóthleðsla innan og utan við geymsluna og hellulögn og aðkoma að fjörunni löguð. 

25.07.2007 09:50

Kaj Stækkar ...

Nú í síðustu viku fékk Kaj afhent frá Fjarðabyggð geymslupláss sem stækkar bátageymslur félagsins um helming.  Með þessu lagast húsnæðismálin, en fyrir löngu var það sprungið.  Mikil vinna er fyrir höndum að lagfæra húsnæðið og koma því í stand.  Vinnukvöld verður auglýst fljótlega.

Góð mæting var í gær í félagsróðurinn alls mættu 16 manns.

Martin lauk ferðinni sinni í gær, en hann er búinn að vera að róa frá því 23. júní, Húsavík - Höfn og endaði á Norðfirði.  Hann er því búinn að róa hluta leiðar sinnar 2x.  Gaman að fá hann með í félagsróðurinn.20.07.2007 11:07

Ýmislegt

Um síðustu helgi fóru 6 ræðarar út í Skrúð, en það er einstök upplifun eins og þeir vita sem þangað hafa komið.  Frábærar aðstæður voru til róðurs, stærsti straumur og norðanátt héldu mönnum vel við efnið.  Lundapisja í hundraðatali dauð við Skrúðinn.


Martin fór með Ingólf á Breiðdalsvík og réri þaðan til Hornafjarðar, og er nú að róa frá Hornafirði á Norðfjörð aftur.

Góð mæting var á síðasta þriðjudag, en 11 fóru í félagsróðurinn.


13.07.2007 10:10

Kominn á Norðfjörð

Martin kominn til Norðfjarðar, kom í gærdag.  Hann mun fara með félögum úr kaj í dagsferðir næstu daga. 

Martin við Húsavík

11.07.2007 10:59

Félagsróður og heimsókn ...


Sl. þriðjudagskvöld mættu 15 í félagsróðurinn, og lauk henni á allsherjar björgunaræfingu.  Myndir frá Siggu komnar inn í myndaalbúmið.


Martin Rabung, var á Borgafirði Eystra í gær og gisti í Húsavík s.l. nótt.  Líklega mun hann koma á Norðfjörð á fimmtud. eða föstudag.

Um helgina stefnir Kaj á að róa út í Skrúð og gista í Skrúðshelli og ef aðstæður leyfa skoða strauma í Hamarsfirði.

09.07.2007 21:15

Gamlar fréttir af Freyu og Greg

Í gærmorgun (8.7.) voru þau Freyja og Greg að leggja í hann frá Stóruborg á Skógarsandi. Það þýðir að þau áttu þá eftir um 210km sem gæti verið um tveggja til þriggja daga róður fyrir þau. Þannig að fræðilega séð ættu þau að geta lokið við hringferðina í kvöld eða á morgun, en þau lögðu af stað 9.júní frá Garðskaga. Á myndinni má sjá þá leið sem þau fara síðasta spölinn.

06.07.2007 16:27

Húsavík Austfirðir

Martin Rabung, er þýskur kajakræðari sem er að róa frá Húsavík og hingað á Austfirðina.  Martin byrjaði að róa með okkur fyrir norðan í raðróðrarferðinni. 

Hann lagði upp frá Húsavík 28.júlí í og fór fyrir Langanes 4.júlí og er nú staddur á Vopnafirði.

05.07.2007 12:46

Færsla dagsins; raðróður og hringróður

Raðróðraferðin þetta árið reyndist vera hálf endasleppt vegna þess að við þurftum að snúa við á öðrum degi vegna veðurs. En þannig er nú bara veðrið á Íslandi og er þetta í fyrsta skipti sem við hættum við raðróðraferðina vegna veðurs. Ætlunin er að bæta tapið upp með góðum helgarferðum í sumar .

Þau sem eru að róa hringinn núna, Freya og Greg, voru á Höfn í fyrradag að bíða eftir góðu veðri fyrir suðurströndina, en eru líklega lögð af stað áleiðis til Reykjavíkur!
Einhverjar upplýsingar er að finna á heimasíðu Freyju: http://www.qajaqunderground.com (smellið á "Freyja's Blog")

Setjum inn myndir fljótlega!
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker