Færslur: 2007 Ágúst

29.08.2007 13:28

Grænlendingar ýttu úr vör ...

Góð mæting var sl. þriðjudagskvöld, alls fóru 11 bátar á flot, þar af 2 tveggja manna.  Róið var út að Hagastapa. 

Þegar komið var til baka var farið að rökkva og ekki laust við að við þurfum að fara að skoða hvort við þurfum að nota ljós til næturróðurs eða endurskoða róðrartímann.

Það voru annars 3 grænlendingar sem voru á grænlenska nótaveiðiskipinu Erika, sem aðstoðuðu okkur við að fara á flot, en þeir eru búnir að liggja í höfninni í bátalægi KAJ undanvarna daga.

Næst er mæting á þriðjudagskvöldið kl 19:30, en líklega munum við fara að færa félagsróðurinn yfir á sunnudaga vegna birtunnar. 

22.08.2007 11:34

Veraldavinir í heimsókn.


Farið með 7 ungmenni úr hópi veraldarvina í smá róður.  Krakkarnir voru að standa sig vel og öll komu þau aftur í land nokkuð þurr.. 

15.08.2007 15:02

Róður

Góð mæting var í róðurinn í gær, en alls fóru 9 í róður.  Mikilvægt er að læra á kajak í hóp með fleiri ræðurum, en eins og við lærðum í síðasta félagsróðri þá er vindurinn einn af þeim þáttum sem þekkja þarf inn á og kunna að bregðast rétt við.  Þó gott sé veður þá geta oft komið sterkar vindhviður.

Smá fréttir, í þessum mánuði bættust við 2 Nigel Dennis Explorer hillur félagsmanna, en það voru Helga Hrönn Melsteð Breiðdalsvík og Guðjón Guðbjartsson Norðfirði sem keyptu báta.

13.08.2007 10:46

Félagsróður

Næst er félagsróður þriðjudaginn 14 ágúst , mæting 19:30

04.08.2007 00:24

Fjáröflun KAJ

Leitað hefur verið til Kajakklúbbsins með uppsetningu á rennibraut við Sundlaugina á Norðfirði á mánudaginn, eru ekki einhverjir félagar eldri en 16 ára til í að aðstoða á mánudaginn nk. 

02.08.2007 07:52

Sprettur styrkir Kaj ...

Kajakklúbbnum Kaj hefur verið úthlutað kr. 50.000 úr styrktarsjóði Spretts sem er íþróttasjóður UÍA og Alcoa Fjarðaáls.  Styrkurinn er veittur til öflunar námsefnis og kostnaðar við kajakkennara. Þessir peningar munu koma sér mjög vel fyrir uppbyggingu kajaksportsins á Austurlandi.

01.08.2007 13:59

Félagsgjöldin ...

Viljum minna á að dagurinn í dag er 1. ágúst sem er er 213. dagur kajakársins og eru þá 152 dagar eru eftir.

En dagurinn í dag er líka síðasti dagur til greiðslu félagsgjalda.

Kveðja stjórn Kaj
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker