Færslur: 2007 September

18.09.2007 15:55

Breytingar---Breytingar---Breytingar---Breytingar---Breytingar

Stjórn Kaj hefur ákveðið að færa vikulega róðra yfir á vetrartíma og er því mæting í fjörunni kl.13:00 á sunnudögum.  Athugið að ekki verður félagsróður í kvöld, þriðjudag, vegna þessa.

16.09.2007 22:07

Á kajak í slyddu og kulda.


Bjarki og Sveinn Gunnar fóru sl sunnudag með 11 manna hóp frá Veraldarvinum í kajakróður.  Þetta er hópur sem samanstendur af fólki víðsvegar að úr heiminum sem er að vinna í Fjarðabyggð. 

12.09.2007 13:04

Af kajakaðstöðu

Góð mæting var í fjöruna, einhverjir fóru að róa og aðrir að undirbúa vinnuna á félagsaðstöðunni og ræddar hugmyndir að skipulagi.  Klúbburinn hefur áhuga á að fjaran verði bæjarfélaginu til sóma og þar verði vinnsæll útivistarstaður kajakræðara jafnt sem allra annara.

Það sem er framundan hjá okkur er að múra og mála í vestari hluta.  Auglýstur verður vinnudagur fljótlega.


Annars flýtur hér með teikning sem kasað var fram í gær sem hugmynd að framtíðarútliti fjörunnar neðan Norðfjarðarkirkju.  Mynd Sigga Þorgeirs

07.09.2007 21:56

Hittingur í fjörunni

Næstkomandi þriðjudag ætlum við að hittast í fjörunni á sama tíma og venjulega.  Aftur á móti ætla stjórnarmenn Kaj ekki að róa, heldur skoða félagsaðstöðuna með það í huga að gera áætlun um það hvað það er sem þarf að bæta í og við hana.  Við viljum endilega fá sem flesta til að skoða þetta með okkur og varpa fram hugmyndum. 

Einnig er mönnum velkomið að mæta bara til að róa eins og vanalega.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker