Færslur: 2007 Október

31.10.2007 23:56

Innlit - útlit

Góð þátttaka var í málningardeginum og stóðu sig allir vel.  Lokið var við að mála vestari helming og hluta af eystri helming geymsluhúsnæðisins.  Einnig geymslan máluð að utan.  Nú er bara eftir að mála gólfið í vestari hlutanum.  Öll málningin var gefin af G. Skúlasyni og Ingólfi málara, kærar þakkir fyrir það.

25.10.2007 15:37

Gólf og veggir, enginn róður

Allt á fullu í framkvæmdum í kjallaranum, gólfið var slípað í dag og stefnt á að flota gólfið á morgun kl 16.  Það er fyrirtækið Svarthamrar sem styrkt hafa klúbbinn með láni á tækjum og gefið múr- og flotefni.

Minni á "málningardaginn mikla" n.k. sunnudag kl 11. 
.

Kveðja formaður

21.10.2007 21:59

Vinnudagur og Stjórnarfundur.

Góð mæting var í fjörunni á vinnudegi Kaj.  Mikið gekk á þegar menn skröpuðu, sópuðu, múruðu, brutu og brömluðu auk þess sem einn og einn settu fótspor sín í steypu. 

Eftir vinnudaginn fundaði stjórn Kaj og geta menn nálgast fundargerðina hér á síðunni undir liðnum "Skrár".

19.10.2007 07:25

Múrað og málað ...

Á Sunnudaginn n.k. ætlum við að hafa vinnudag í fjörunni.  Múra,  mála og eh fleira.

Stefnum á að mæta um kl 11 sunnudaginn 21. okt.

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker