Færslur: 2007 Desember

18.12.2007 21:09

Gamlársdagsróður ...

Ágætis mæting var á sundlaugaræfinguna, alls mættu átta.  Þemað var félagabjörgun sem er víst aldrei æfð nóg.

En næsti viðburður hjá klúbbnum er eitthvað sem margir bíða eftir allt árið, en það er "gamlársdagsróðurinn", sem að þessu sinni er mánudaginn 31. desember kl. 10:00.  Nauðsynlegt að hafa með heitan drykk á brúsa til að berja á kuldabola.  Ferðatilhögun fer eftir mætingu, veðri og vindum.

15.12.2007 11:05

Sundlaugaræfing ...

Já okkar hálfsmánaðarlega sundlaugaræfing er sunnudaginn 16.des

11.12.2007 20:12

Kaj fær styrk ...

Síldarvinnslan hf auglýsti í haust eftir úthlutun úr afmælissjóði af því tilefni að hún 50 ára á þessu ári.  Sjóðnum var ætlað að styrkja varanleg uppbyggingarverkefni á sviði íþrótta, menningar og menntamála í Neskaupstað.  

Kajakklúbburinn sótti um styrk í sjóðnum og fékk úthlutað 700 þús. krónur til uppbyggingar á aðstöðu klúbbsins í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju.  Þessi styrkur mun koma sér mjög vel og þakkar klúbburinn kærlega fyrir þennan rausnarlega styrk. 

03.12.2007 13:18

Góð sundlaugaræfing ...

Góð mæting var í sundlaugina, alls mættu 13 manns.  Þeir Andri og Sveinn eiga ekki langt í land með veltuna.  Guðbjartur mætti og sýndi mikil tilþrif og langt kominn með að ná veltunni eftir sinn fyrsta tíma, greinilega vanur að vera lengi á kafi.

Stefnt á næstu sundlaugaræfingu sunnudaginn 16. desember kl 18
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker