Færslur: 2008 Febrúar

28.02.2008 10:13

Á kajak kringum Ísland 2008

Nú í sumar verður margt spennandi að gerast í kajaksportinu.  Marcus frá New York er að undirbúa hringferð í sumar og áætlar 58 daga í verkefnið.  Heimasíðu hans er hægt að skoða www.aroundiceland2008.com

Báturinn sem hann mun róa er þriggja hluta NDK Explorer, í Elite útgáfu.  Ætli ekki sé hægt að róa öðrum bátum þessa dagana í kringum landið ?

Allavegna Marcus ætlar að safna styrkjum fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg, frábært framtak hjá kappanum.  Við komum til með að fylgjast með kappanum og gera okkar til að styrkja það starf sem er hjá Landsbjörgu.


Around Iceland 2003 Leon Sommé, Shawna Franklin og Chris Duff, við félagsaðst. Kaj Norðfirði

25.02.2008 11:05

Þurrgallar ...

Nú fer að líða að því að fólk fer að sækja meira á sjóinn.  Aldrei skal vanmetið hversu mikilvægt það er að vera vel útbúinn.  Þurrgalli úr öndunarefni er eitthvað sem getur komið sér mjög vel á svamli í sjónum.  Kokatat þurrgallar eru mjög góð vara og sérhannaðir fyrir kajakræðara, t.d. selt í sportbúð Títan, en margar aðrar gerðir á markaðnum.  Fyrirtækið www.gummibatar.is er að flytja inn galla frá GUL, en þeir eru núna á góðu verði.  

21.02.2008 08:50

Nýr Kajak

Kaj hefur pantað kajak sem hentar fyrir unglinga.  Báturinn er þessa dagana í smíðum á Grænlandi. Það er www.greenlandkayaks.gl  sem sérhæfir sig í smíðum á kajökum og byggir á grænlensku hefðinni.

Kajakinn er svokallaður "Learning Curve" bátur, er trégrind og silikonhúðaður nælondúkur.  Þessi bátur mun nýtast vel í kennslu smærri ræðara á veltu osfrv.   Báturinn ætti að koma til landsins í sumar.


mynd fengin af www.greenlandkayaks.gl

09.02.2008 22:41

Sundlaugaræfing sunnudag

Sundlaugaræfing sunnudaginn 10. febr. í Norðfjarðarlaug kl 18

05.02.2008 19:50

Sjókajakmót Eiríks Rauða - Austurlandi

Nú í sumar eða helgina eftir sjómannadagshelgi, 6-8 júní er áformað að halda sjókajakmótið "Eiríkur Rauði" á Austurlandi.  Það eru Kajakklúbburinn KAJ og Seakayak Iceland sem standa saman að því að halda mótið.  Eiríkur Rauði er sjókajakmót sem skipað hefur sér fastan sess í Íslensku kajaksporti og hefur verið haldið undanfarin ár á Stykkishólmi.  Ýmislegt verður í boði, s.s. námskeið, fyrirlestrar, róðrarferðir, sprettróðrarkeppni og veltukeppni.

Búið er að bóka Nigel Foster og Freyju Hofmeister.  Nigel er með færari kajakræðurum í heiminum, en hann réri fyrstur manna hringinn í kringum Ísland fyrir 30 árum síðan og Freyja fór nú hringin s.l. sumar, eins og einhverjir muna. 

Dagskrá auglýst síðar á www.seakayakiceland.com og www.123.is/kaj Endilega takið þessa helgi frá.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker