Færslur: 2008 Apríl

25.04.2008 09:55

Egill Rauði ... 7-9 júní 2008

Í fréttablaðinu í dag er umfjöllun um Egil rauða, sjókajakmótið sem haldið verður 7-9 júní n.k. á Norðfirði (http://vefblod.visir.is/index.php?s=1959&p=52645).  Er nú ekki alveg rétt umfjöllun þar sem sagt er að um sé að ræða Íslandsmeistaramót í kappróðri, en sprettróðrarkeppnin er aðeins hluti af dagskránni.

Mótið Egils Rauða á Norðfirði tekur við af Eirík Rauða sem haldið hefur verið á Stykkishólmi s.l. 5 ár af Steina og Ritu hjá Seakayak Iceland.  En Seakayak Iceland skipuleggur mótið í ár ásamt Kaj. 

Síðast var haldið sjókajakmót á Norðfirði árið 2002, en það markaði upphafið af raðróðrarferðum félagsins undanfarin ár, en markmið með þeim er að róa hringinn í kringum landið í góðum félagsskap.

Mynd frá Sjókajakmóti 2002, Norðfirði Barðsnes

Hér eftir fer texti úr blaði Fréttablaðsins frá 25.4 2007 :

Stórt sjókajakmót á Norðfirði
Egill Rauði, Íslandsmeistaramót í kappróðri á kajak á Norðfirði, fer fram helgina 6. til 8. júní.

Kajakklúbburinn Kaj og Seakayak Iceland standa saman að sjókajakmóti á Norðfirði helgina 6. til 8. júní, sem er með svipuðu sniði og sjókajakmót Eiríks rauða sem hefur verið á Stykkishólmi frá árinu 2002. Mótið er það stærsta sinnar tegundar þetta sumarið og verður margt í boði, bæði námskeiðahald, ferðir, fyrirlestrar, sprettróðrar og veltukeppni auk þess sem von er á erlendum gestum.

"Sjókajakmótið er eins konar hátíð kajakmanna og góð leið fyrir fólk til að undirbúa sig fyrir róðra sumarsins. Við búumst við fólki alls staðar að af landinu og fengnir hafa verið heimsþekktir kajakræðarar til að vera með námskeið og halda fyrirlestra um helgina. Bandaríkjamaðurinn Nigel Foster, sem fyrstur manna reri hringinn í kringum Ísland árið 1977 mun koma, en hann er líklega eftirsóttasti kajakleiðbeinandi í heiminum í dag. Þýski kajaksnillingurinn Freya Hofmeister, sem reri umhverfis Ísland á síðasta ári, sérhæfir sig í veltukennslu og öðrum kúnstum og mun leiðbeina um helgina," segir Ari Benediktsson, annar aðalskipuleggjandi mótsins.

Mótið hefst á föstudegi en aðaldagskráin verður á laugardag og sunnudag. Gert er út frá aðstöðu kajakklúbbsins Kaj í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju, en þar eru bátageymslur og búningsaðstaða.

"Svo er auðvitað margt spennandi í boði fyrir utan dagsróðrarferðir, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Til dæmis skipulagðar dagsferðir, í eyðifirði, eða kletta- og hellaskoðun og veltukennsla verður í Norðfjarðarlaug á laugardags- og sunnudagsmorgun. Á sunnudegi verður kannski aðalviðburðurinn sprettróðrarkeppni og veltukeppni. Sprettróðrarkeppnin er hluti af Íslandsmeistaramótinu í kappróðri. Þá vonumst við til að þyrla Landhelgisgæslunnar taki þátt í björgunaræfingu, þar sem maður er hífður af kajak upp í þyrlu," segir Ari.

Í framhaldi af mótinu stendur ræðurum til boða að taka þátt í ferð um eyðifirði Austfjarða, en gist verður í eina eða tvær nætur. "Það eru auðvitað allir velkomnir á hátíðina. Við hvetjum alla kajakræðara og áhugafólk um kajaksportið að kynna sér málið nánar á www.123.is/kaj. og sjá hvort það finni ekki eitthvað við sitt hæfi um helgina. Mótinu er ætlað að höfða til allra, líka þeirra sem aðeins hafa áhuga á að kynnast sportinu ekki síður en þeirra sem verið hafa ræðarar í lengri eða skemmri tíma."- kþb19.04.2008 20:14

Sundlaugaræfing ...

Sundlaugaræfing Sunnudaginn 20. Apríl kl 18:00  í Norðfjarðarlaug allir að mæta ...
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker