Færslur: 2008 Júní

30.06.2008 12:52

Félagsróður 30.júní

Félagsróður mánudagskvöld, félagsaðstaða Norðfirði. 

Mæting kl 19:30  umsjón Pjetur


29.06.2008 08:59

SPOT Kaj

Kaj hefur nú eignast SPOT http://www.findmespot.ca/en/ staðsetningartæki, en við fjölluðum um það hér á síðunni í vor. Tækið er til notkunar fyrir félagsmenn í ferðir, en það er þessa helgina staðsett í kajakferð í Loðmundafirði.  Staðsetningu tækisins er hægt að sjá hér til hægri undir tenglum og frétta og upplýsingavefir.

Um er að ræða mjög öflugt öryggistæki og á örugglega eftir að reynast vel.  Með tækinu er hægt að hafa samband við gervihnött og koma upplýsingum um staðsetningu til þeirra sem heima eru, senda hjálparbeiðni eða senda alsherjar neyðarútkall. Hér er m.a. frétt frá björgun kajakræðara sem hafði SPOT http://www.reuters.com/article/pressRelease/idUS126446+06-Mar-2008+PNW20080306


Myndin sýnir staðsetningu tækisins í Loðmundafirði í gær

25.06.2008 22:43

Fleiri myndir frá Agli Rauða

Hér eru myndir sem Ásbjörn Þór tók á Agli Rauða.  Þessar myndir verða settar inn í myndaalbúm síðar en þangað til njótið þið þeirra bara hér á forsíðunni.

24.06.2008 23:52

Atburðadagatal

Hér á valmyndinni fyrir ofan er komið atburðadagatal þar sem þið eigið að geta séð hvað er á döfinni.  Ekki er búið að fylla inn á það alla viðburði sem vitað er um en verið er að vinna í að gera þetta aðgengilegt fyrir ykkur.  Endilega kíkið á þetta og segið hvað ykkur finnst.

21.06.2008 09:36

24. júní Mjóeyri Félagsróður og kynning

Félagsróðurinn flyst frá mánudeginum yfir á þriðjudaginn á Mjóeyri við Eskifjörð.  Fluttir verða bátar yfir á Eskifjörð.  Eins og venjulega getur fólk fengið að prófa og kostar 500 kr.  En frítt fyrir félagsmenn.  Ef mæting verður þannig munum við skipta hópnum í tvennt, annar verður við Mjóeyri fyrir byrjendur og hinn í róður jafnvel út í Hólmanes.

19.06.2008 13:08

Marcus hættur hringferðinni

Marcus Demuth, áður en hann hóf kajakferð sína.

Fram kemur á mbl.is að Marcus Demuth er hættur við hringferð sína.  Verkefnið virðist vera stærra en hann gerði sér grein fyrir í upphafi.  Hægt er að sjá greinina hér.

Kannski hefur Marcus frétt af öllum ísbjörnunum fyrir norðurlandinu og ekki treyst sér í þá.  Ja......hvað veit maður?

18.06.2008 23:20

Lomminn

Núna um helgina verður róið í Lommann. Ferðin hefur staðið til lengi og var kynnt að aðalfundi klúbbsins fyrir margt löngu. Einhverja hluta vegna rataði hún ekki inn á síðuna okkar en það er bætt úr því hér með.
Nánari ferðatilhögun fer eftir þáttöku, en ferðin verður líklega nokkuð krefjandi og hentar þeim ræðurum sem treysta sér í svoleiðis. Á dagskrá verður hellaskoðun í einni af bestu kajakströndum landsins (ekki ýkjur), námskeið í æðarræktun og grill.
Áhugasamir hafi samband við Pálma 846-7762

Hellar í Loðmundarfirði, úr raðróðraferð KAJ 2003.
Ljósm. Karl Geir Arason

18.06.2008 11:42

Íslandsmet í Andapolli

Nokkuð víst að íslandsmet var sett á Andapollinum á Reyðarfirði 17. júní s.l., en eins og varaformaðurinn komst svo vel að orði, "þetta er met ... það er engin spurning".  Enn og aftur sýnir kajaklöggan að hún er vel að titlinum komin kajakmaður ársins ...


Mynd Pjetur Arason

18.06.2008 09:59

17. júní Reyðarfirði gerður upp

Jæja, þá er 17. júní lokið og hægt að fara að huga að næsta viðburði sem er næstkomandi þriðjudag á Mjóeyri í Eskifirði (meir um það síðar). 

Mér reiknast til að um 100 manns hafi farið á kajak hjá okkur í gær og er það örugglega með mesta móti.  Við þurftum að hafa opið í 2 1/2 tíma til að allir gætu fengið að vera með. 

Ég held að við þurfum að taka með okkur fleiri tveggja manna báta næst því sá eini sem við höfðum var mjög vinsæll.

13.06.2008 09:41

17. Júní ... Reyðarfirði

Eins og undanfarin ár þá verður Kaj á Andapollinum Reyðarfirði á 17. júní að bjóða fólki að prófa kajak. 

Förum með kerru fulla af bátum á Reyðarfjörð og höfum gaman.   Væri gott ef sem flestir félagar gætu tekið þátt og aðstoðað við að koma liðinu á flot og í land aftur.

Byrjar kl. 14 og gott að vera mætt fyrr til að gera báta og búnað klárt.

Sveinn, Guðjón og Andri á Reyðarfirði í fyrra

12.06.2008 13:27

Egill í myndum

Jæja, þá eru komnar hátt í 300 myndir inn á síðuna frá síðustu helgi. 

Njótið vel.

09.06.2008 10:32

Úrslit í Sprettróðri og veltukeppni

Sprettróður karlaflokkur.
1. sæti. Sveinbjörn
2. sæti. Ásgeir
3. sæti. Þorsteinn

Sprettróður kvennaflokkur.
1. sæti. Rita
2. sæti. Áróra

Sprettróður unglingaflokkur.
1. sæti. Bjartur

Veltukeppni.
1. sæti. Pálmi Ben
2. sæti. Örlygur
3-5. sæti. Steini, Ari og Óskar

Frábærar keppnir þar sem úrslitin í veltunum réðust ekki fyrr en menn voru búnir að velta með strákústum og plaströrum.  Munur milli manna í sprettróðrinum var stundum talinn í brotum úr sekúndum.

09.06.2008 09:58

AGLI RAUÐA öllum lokið

Jæja, þá er Agli Rauða lokið og ég held að flestum hafi þótt vel takast til.  Veltuvél Freyu malaði í sundlauginni alla helgina og Nigel sýndi okkur ótrúlega leikni sína með árina.  Veðrið varð mun betra en spáin hafði gert ráð fyrir nokkrum dögum fyrr og því getum við ekki verið annað en sátt.  Við munum næstu daga setja inn á vefinn myndir og myndbönd en það bíður eitthvað fram í vikuna sökum anna en ég læt nokkrar myndir frá þyrlubjörguninni fylgja hér með sem forrétt.

06.06.2008 08:46

Egill Rauði

Nú er allt að verða klárt fyrir EGIL RAUÐA, skemmtileg dagskrá framundan og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi um helgina. 

Dagskráin mun hanga uppi við mótsaðstöðuna í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju. 

Athugið að skrá ykkur á blöðin sem hanga uppi í fjörunni ef þið ætlið að taka þátt í námskeiðum, ferðum, veltukeppni, sprettróðri. 

04.06.2008 09:05

Dagskrá Egils Rauða Norðfirði 6-8. júní

Sérstakir gestir verða Freya Hoffmeister,

Nigel Foster og Kristin NelsonFöstudagur
 

Mótsaðstaða í fjörunni við Norðfjarðarkirku opin.  Eins kaffihúsið Nesbær sem er samkomustaður mótsins. Þar getur fólk hist við komu á svæðið. 

Nesbær mun einnig bjóða uppá matartilboð fyrir mótsgesti á meðan móti stendur. 

21:00 Safnahús Fyrirlestur Freya Hoffmeister  

Laugardagur 

Námskeið

10:00 Sundlaug Freya verður með sín frægu veltunámskeið og kennir á veltuvélina sína sem er bátur frá Japan sem allir geta velt að hennar sögn.

Verð: 4500kr fyrir hálftíma einkakennslu en á þeim tíma segist hún geta kennt hverjum sem er veltuna og bætt hana hjá öðrum.

10:00 - 11:30 Sundlaug Grunnatriði, félagabjörgun ofl. Steini, Ari ofl.
Frí kynning fyrir nýliða og aðra sem vilja kynna sér félagabjörgunina eða önnur grunn atriði svo sem grunn árabeitingu ofl. 

10:00 - 16:00 Kirkjufjara Nigel Foster og Kirstin Nelson með námskeiðið Directional stability þar sem kennd er bátsbeiting og stjórnun.  Þátttökugjald 8.000.

13:00 Kirkjufjara  Þyrlubjörgun Landhelgisgæslan kemur á þyrlu, kippir upp ræðara af kayak.

Þeir voru í miklu stuði í fyrra í Stykkishólmi og kútveltu ræðurum um allan sjó. Lentu svo á fótboltavellinum til að leyfa fólki að skoða þyrluna í návígi.

Hafið í huga að þyrlan er komin og byrjuð kl: 13:00.

15:00 Allir tiltækir bátar á sjó og mynda stjörnu.  Í framhaldi farið í ferð frá aðstöðu Kaj, nesti og sund að róðri loknum.

Fyrir vana
. Lagt af stað kl: 14:30 ( eftir Þyrlubjörgun ) frá aðstöðu Kaj og róið út fyrir Nípu stapa eða lengra ef stemmingin er góð. Skemmtileg fjara með mörgum innskotum, víkum og skerjum sem gaman getur verið að leika sér í. Takið með nesti.

Styttri ferð Fyrir þá sem vilja eittvað minna. Tilvalin fjölskylduferð fyrir alla þar sem róið verður í skjólsælli sjó.

20:00 ? 21:30 ( ca. Allt eftir stemmingu )

Sameiginlegt grill á pallinum við safnahúsið fyrir mótsgesti.  Mætið með steikurnar á grillið.

 22:00 Fyrirlestur Nigel Foster

Rifjar upp sögur úr hringferðinni ´77 og flettar inní myndir og upplifanir seinna á róðrarferlinum.

Sitjum eitthvað lengur í safnahúsinu eftir fyrirlesturin og ræðum málin. Annars verður Egilsbúð opin fyrir þá sem enn eiga eitthvað eftir óupplifað þann daginn. 

Sunnudagur 

10:00 Sundlaug félagabjörgun ofl. Steini Óskar ofl. Frítt 

10:00 Sundlaug Freya verður áfram með veltunámskeiðin í sundlauginni. 

10:00 Kirkjufjara Nigel og Kristin halda námskeiðið Fun with Foster sem er námskeið í alls kyns kayak tækni byggð upp á skemmtilegum leikjum.  Þátttökugjald 5.000.

13:00  Sprettróðrarkeppnin og veltukeppni strax þar á eftir við félagsaðstöðu KAJ  Skráning á staðnum. Keppnisgjald er 500,-kr í sprettinn. En frítt í veltukeppnina.

Ekki ólíklegt að Freya sýni okkur nokkur vel valin trix eftir veltukeppnina. 

Eftir keppni

Annað hvort róið í Hellisfjörð og Viðfjörð á slóðir hvalveiðara og drauga endað á Norðfirði, eða Sandvík - Vöðlavík og endað á Reyðarfirði seinnipart mánudags eða á þriðjudag.

Ferðatilhögun ræðst af þátttakendum og aðstæðum.

Upplýsingar og skráning 
Ari www.123.is/kaj kayakklubburinn@gmail.com GSM:8639939
Steini
www.seakayakiceland.com steini@seakayakiceland.com GSM: 6903877 

Gistimöguleikar

Hótel Egilsbúð

Tónspil Gistiheimili

Hótel Edda

Hótel Capitano

Tjaldsvæði, á bakkasvæði

Svefnpokapláss í íþróttahúsi

Gagnlegt
Bátar klárir

Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker