Færslur: 2008 Júlí

27.07.2008 08:50

Félagsróður mánudagskvöld

Frekar rólegt á síðunni undanfarið, en félagsstarfið samt verið líflegt þrátt fyrir að ekki hefði verið farið í Atlavíkurferðina. 

Mikið líf við félagsaðstöðuna og nánast daglega sem bátar eru á sjó.  Guðbjartur fór um helgina með fulla kerru af bátum í Mjóafjörð

Eiður er í undirbúningi fyrir kajakferð sína í Diskó flóa til vestur Grænlands og vonandi fáum við fréttir af þeirri ferð á meðan henni stendur.

Straumvatnsdeildin er búin að vera á fullu að róa Eyvindaránna.  Og væri gaman að fá einhverjar myndir frá henni hingað inn.  En vatnsmagnið í henni hefur farið minnkandi hratt undanfarna daga og spurning hversu mikið er hægt að róa hana lengur, nema þá að fari að rigna.

17.07.2008 20:29

Hætt við Atlavíkurferð,

Ekkert verður af Atlavíkurferðinni að þessu sinni.
Þátttakan er dræm, sem segir okkur það að við þurfum að skipuleggja svona ferðir fyrr svo fólk geti planað sig betur. En við lærum bara af reynslunni og gerum betur næst.
Veðrið er líka kannski ekkert sérlega spennandi fyrir utan sunnudaginn.
En ef þátttakan hefði verið góð þá held ég að við hefðum frekar haldið okkar plani og látið okkur hafa það.  Hittumst vonandi sem flest í næsta félagsróðri.
Verið sæl að sinni.
Sigga Þ.

17.07.2008 12:49

'Ovíst með Atlavíkurferð...

Ætlum að taka stöðuna í kvöld hvort það verði af ferðinni.
Veðurspáin er ótrygg, og þáttaka dræm.
En einhverjir hafa áhuga en tímasetningin hentar ekki.
Kíkið hér inn í kvöld og þá verður þetta komið á hreint.
Verið sæl:o)

12.07.2008 12:52

Útilega í Atlavík

Jæja þá er komið að því......Ætlum að skella okkur í útilegu í Atlavík um næstu helgi (18-20 júlí) og taka bátana með:o)

 Ætlum ekkert að hafa þetta neitt ofur formlegt en stefnum á að taka túr á Leginum, kynnast betur og hafa gaman af. 

Vonandi hentar dagsetningin vel en það er erfitt að finna tíma sem hentar öllum og þetta er ekki langur fyrirvari.......veit:o/

Það væri vel þegið að fá komment frá ykkur um hvort þið ætlið að koma svo við höfum einhverja hugmynd um mætingu, kannski þurfum við að láta taka pláss fyrir okkur í víkinni ef mætingin er góð, sem ég vona:o)

Látið þetta endilega ganga og ef einhver er með netföngin hjá félögum klúbbsins þá endilega sendið póst um þetta...

Ef einhverjum vantar bát þá má hafa samband við Steina, hann á víst einhverja aflögu....;o) síminn hjá honum er 690-3877.

Bestu kveðjur til ykkar allra.
Fyrir hönd litlu ferðanefndarinnar.  Sigga Þorgeirs.


 

07.07.2008 20:18

Straumvatnsferð Kaj 9-11.júlí

Styttist í straumvatnsferð Kaj,  á Bakkaflöt við Varmahlíð fyrir norðan.  Byrjað verður kl. 14. á miðvikudaginn 9. júlí.  Nepalskir straumvatnskennarar munu taka á móti hópnum.  

Fyrir fólk á öllum getustigum.

Gist verður á tjaldsvæði sem er við aðstöðuna og aðstaða fyrir búnað og galla.

Þetta eru þrír dagar og kostar dagurinn 5.000 kr. á mann.    Stefnir í góðan túr þar sem nokkrir eru búnir að melda sig og eitthvað rennur af vatni.

Áhugasamir haft samband við Kalla Jör í síma  866 6826  eða á kjor@visir.is.


Lagarfossródeo 2001 Nick Turner. Nú eru breyttar aðstæður við Lagarfoss eftir nýja virkjun.  Spurning hvort þar verða nokkurntíma eins góðar aðstæður og voru til straumróðurs. 

05.07.2008 10:37

Félagsróður ofl.

Næsti félagsróður er mánudaginn 7.júlí frá félagsaðstöðunni á Norðfirði.  Umsjón Bjarki Rafn. 

Meðfylgjandi er mynd frá Mjóeyri á Eskifirði, 24.júní s.l.  Um 50 manns fóru á kajak í frábæru veðri undir leiðsögn félagsmanna Kaj.02.07.2008 09:56

Færeyingar í heimsókn

Það voru um 15 færeyingar sem fóru á kajak, en það voru krakkar sem hafa verið undanfarna viku í æfingabúðum í blaki á Norðfirði.  Ausandi rigning var og allir blautir, en allir höfðu gaman að.

01.07.2008 17:55

Sundlaugaræfing í kvöld

Stuttur fyrirvari, en það verður sundlaugaræfing í kvöld kl 20 í Norðfjarðarlaug, eftir lokun laugar.

Umsjón Kalli Jör sem mun miðla veltunni áfram, en hann nam fræðin hjá Freyu Hoffmeister

Kíkið á veltumyndbandið í myndbandamöppunni hér að ofan.  Tekið upp á veltuæfingu í Breiðdalsvíkurlaug s.l. föstudag.  Aðalstjarnan er þar Ingólfur hafskipaveltukóngur og í lokin er kempa í rauðum "súperman" nærfötum sem rúllar handveltunni.


Kalli í góðum fíling á Agli Rauða

01.07.2008 11:52

Allir komu þeir aftur ... nema einn

Þrátt fyrir norðaustan vind og rigningu mættu 7 í félagsróður.  Daníel var nú nokkuð svalur og fékk sér góðan sundsprett, en vindhviða aðstoðaði við að hvolfa bátnum hans.  Allir samt ánægðir með róðurinn og björgunina
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker