Færslur: 2008 September

30.09.2008 14:32

Af fjölmiðlum ...

Mitt í allri kreppunni er hægt að finna eitthvað jákvætt

Umfjöllun Fréttablaðsins um kvöldróðra KAJ ...
http://vefblod.visir.is/index.php?s=2426&p=62835

26.09.2008 10:35

Kæna fyrir KAJ

KAJ hefur fest kaup í notuðum PH Capella plastkajak.  Er víst eldri útgáfan af Capellu, en í ágætis standi.  Ár og svunta fylgir gripnum.  Nú er bara að bíða og sjá hver getur flutt gripinn austur.  Búist er við að beðið verði í röðum eftir að fá að prófa gripinn. 


Af grælenska kajaknum okkar er lítið að frétta annað en að hann biður þess að komast af stað.  Félagar eru orðnir langeygir eftir gripnum og spurning hvort við þurfum ekki sjálf að fara eftir honum.

26.09.2008 10:26

Bjarki Rökkurræðari

Næstkomandi þriðjudag verður í Fréttablaðinu viðtal við Bjarka Rafn myrkrahöfðingja kajakróðurs. Eða á forsíðu blaðsins Allt sem fylgir því.  

 
Bjarki í góðum fíling í Austfjarðaþokunni

23.09.2008 08:48

Góð mæting á félagsróðra

Mjög góð mæting er búin að vera undanfarna mánudaga á félagsróðra.  Lagt hefur verið af stað í rökkrið og komið heim í myrkrinu.  En með ljósvæðingu og talningu er öryggið tryggt.

Senn fer nú að líða samt að því að við færum róðrardagana yfir á sunnudaga, en meðan veðrið og kuldinn er ekki meiri þá höldum við í rökkurróðurinn.

12.09.2008 19:58

FSN á kajak

Laugardaginn 13. sept. kl: 15:30 ætlum við að taka á móti starfsfólki frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Norðfirði og fjölskyldum þeirra og kenna á kajak.  Félagsmenn hvattir til að mæta í félagsaðstöðuna í fjörunni á Norðfirði og aðstoða.

11.09.2008 17:55

Útsvar Kaj

Útsvar verður á föstudagskvöldið n.k. í ríkissjónvarpinu. Allir taki daginn frá og fylgist með fulltrúa KAJ í Útsvari, Pjetri Arasyni.  Ekki spurning að kajakróður, bóklestur, skylmingar, gítarspil og kennsla eru honum gott veganesti í Útsvar.09.09.2008 08:13

Myrkurróður

Það voru 12 ræðarar sem fóru á sjó í félagsróðrinum í gærkvöld.  Rigning og smá vindur en annars frábært róðrarveður.  Notast var við ljós og talningar til að fylgjast með að allir væru með.

02.09.2008 09:08

Ótitlað

Frá félaga okkar Martin Rabung sem réri með KAJ í fyrra, en hann var nýverið á sjókajakmóti á Jersey:

http://picasaweb.google.de/Martin.Maritim/JerseySeaKayakingSymposium2008

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker