Færslur: 2008 Október

27.10.2008 10:34

Stuttur fyrirvari var á síðustu sundlaugaræfingu, en alls mættu 7.  Áætlum að vera á sunnudögum í vetur eftir lokun í Norðfjarðarlaug, best að mæta rétt fyrir lokun (18).

Var að fá upplýsingar frá Grænlandi af kajaknum okkar og búnaðinum.  Báturinn er klár og búnaðurinn líka.  Árarnar þurfti að smíða í Norður Grænlandi og skilst mér að þær séu á leiðinni á verkstæðið hjá Baldvin og þá á allt að vera orðið klárt.  Sem betur fer borguðum við bátinn í vor þannig að nú er bara að bíða og sjá hvenær gripurinn kemst af stað.

Við höfum verið að falast eftir að fá að varðveita gamalt sjóhús sem heitir Þórsskúr.   Húsið stendur á Neseyri, en til stóð að rífa hann vegna fyrirhugaðs leikskóla.  Húsið er í eigu Fjarðabyggðar, Mannvirkjanefnd og umhverfis og skipulagsnefnd hafa samþykkt að láta okkur hafa húsið.  En við höfum áhuga á að staðsetja hann sem næst aðstöðu klúbbsins í fjörunni neðan Norðfjarðarkirkju og koma fyrir félagsaðstöðu.  Elstu heimildir sem fundist hafa eru frá árinu 1930, en spurning hvort einhver veit hve gamalt húsið er, en það var kennt við útgerð vélbátsins Þór. 

26.10.2008 09:52

FULLT TUNGL 13. nóv.

Við verðum á fullu tungli með smá uppákomu í félagsaðstöðunni neðan við Norðfjarðarkirkju fimmtudagskvöldið 13. nóvember kl 20 í tengslum við Daga Myrkurs. Þeir sem eiga kajakmyndir mega vel senda þær á kayakklubburinn@gmail.com eða taka þær til. 

25.10.2008 12:28

Sundlaugaræfing

Sundlaugaræfing sunnudag 26. okt, mætum fyrir lokun laugar 17:50, umsjón Kalli Jör

  • 1
Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 269
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1007275
Samtals gestir: 160325
Tölur uppfærðar: 13.12.2017 20:49:47

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker