Færslur: 2008 Desember

29.12.2008 12:15

Gamlársdagsróður

Þá er það hinn árlegi gamlársdagsróður KAJ, en mæting við félagsaðstöðu Kaj kl 10 á miðvikudagsmorgun.

Gott að hafa með heitan drykk á brúsa.  Ferðatilhögun ræðst af veðri og mætingu.
Hvaða ár var þessi gamlársdagsróður ? pálmi og pjetur enn á sínum gömlu húðkeipum

19.12.2008 09:37

Egill Rauði 2009 Hvítasunnuhelgin

Ekki seinna vænna en að láta vita af dagsetningu Egils Rauða, en næsta sumar 31. maí - 1 júní, verður kajakmótið haldið.

Von er á erlendum kennurum eins og í sumar.  Verðum búin að bæta aðstöðuna hjá okkur enn betur vonandi, þe. bæta við aðstöðu í nýja félagsheimilinu sem stefnt er á að setja upp í fjörunni eftir áramótin. 

Eins er straumvatnsdeild Kaj að undirbúa straumanda hitting í kringum mótið, en eins og flestir kajakræðarar vita er mekka straumræðara á austurlandi, við höfum hér frábærar ár að róa í.  Ekki er komin nákvæm tímasetning á það, en þaðan verður gert út frá Egilsstöðum

Allir áhugamenn um kajaksportið takið helgina frá, nánari dagskrá auglýst síðar.

Frá Egil Rauða 2008, Nigel Foster og Kristin að undirbúa hóp í sjóferð

17.12.2008 09:53

Sundlaugaræfing

Sundlaugaræfing á sunnudaginn 21. Des. kl 18 í Norðfjarðarlaug, góð upphitun fyrir gamlársdagsróðurinn.

06.12.2008 15:17

Félagsfundur 7. Des.

Sunnudaginn 7. des.

Kl 18.
  Sundlaugartími fyrir félagsmenn í Norðfjarðarlaug

kl 20.   Félagsfundur, kaffistofa sundlaugarinnar á Norðfirði. 

Fundarefni:
Kynning á hugmyndum um flutning á Þórsskúr
Skipulag og forgangsröðun verkefna við að varðveita húsið Þórsskúr

Félagsmenn hvattir til að mæta og taka þátt í undirbúningi fyrir uppbyggingu félagsaðstöðunnar.  

03.12.2008 08:48

Stór styrkur til KAJ

Samvinnufélag Útgerðarmanna á Norðfirði (SÚN) úthlutaði 2. des. úr styrktarsjóði félagsins alls 13. milljónum króna til 27 verkefna. Kaj hlaut mjög veglegan styrk, eða 1,5 millj. kr.  Þökkum við SÚN kærlega veittan stuðning. Sótt var um styrk til að varðveita sjóhús sem kennt er við útgerð vélbátsins Þór.  Hugmyndin er að flytja húsið að félagsaðstöðunni fyrir neðan Norðfjarðarkirkju og verða þar félagsheimili klúbbsins. 

Er þetta mikil viðurkenning á starfsemi klúbbsins, en líklega endurspeglar þann góða félagsskap sem í klúbbnum er.  Ný félagsaðstaða í Þórsskúr verður bylting og vonandi að félagar verði hjálpsamir við að láta þennan draum verða að veruleika.

Félagar og aðrir velunnarar klúbbsins verða boðaðir til undirbúningsfundar fljótlega fyrir þetta stóra verkefni sem fylgir þessari nýju félagsaðstöðu.


Hér eru fulltrúar þeirra 27 félaga, einstaklinga og samtaka sem fengu úthlutaðan styrk.

03.12.2008 08:22

Af Fjarðabyggð

Samþykkt var á bæjarráðsfundi Fjarðabyggðar í gær að styrkja klúbbinn um 200 þús. kr. vegna flutnings Þórsskúrs. Jafnframt veittur 30 þús. kr. rekstrarstyrkur fyrir árið 2009.  Þökkum við hér með Fjarðabyggð veittan stuðning.  Það er klúbbnum mikill heiður að vera sýnd sú ábyrgð að fá að varðveita húsið. 

  • 1
Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 269
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1007275
Samtals gestir: 160325
Tölur uppfærðar: 13.12.2017 20:49:47

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker