Færslur: 2009 Janúar

31.01.2009 02:54

M&M

Mokaðir voru  skurðir í Þórsskúr í gær fyrir stálbitunum, mikið afrek það.  Ekki fékkst nein grafa nógu lág sem komst inn í húsið.  Grafarar: Sveinn Gunnar, Andri, Egill, Pjetur, Ari og Kalli J.

Múrbrot á grunninum undir Þórsskúr er byrjað, til að stálbitarnir komist undir húsið fyrir hýfingu.  Svarthamrar lánuðu brotvélar og eru þær við vinnu um helgina í Þórsskúr, hjálp vel þegin við brotið, eða stýfingar á milliloftinu.

Stálbitar tvö stk 8 m langir I-Bitar bíða eftir að vera sóttir á Reyðarfirði.  Bitarnir eru 8 m langir og 51x21 cm eru með amk 80 tonna burðargetu. Hvor um sig er 730 kg.  Einhver sjálfboðaliði sem tekur að sér að ná í þá ?

24.01.2009 23:26

Sjóhúsið dregið

Pistill af vinnudegi KAJ: Sjóhúsið var losað frá pallinum og festingar boltaðar á undirstöðurnar. Beltagrafa af stærstu gerð frá MCC mætti í fjöruna, snjórinn mokaður burt og sjóhúsið hlekkjað við gröfuna og það dregið á sinn stað um 14 metrum austar og um 2m .  Gott dagsverk það ...

Næsta verk verður að moka með handafli fyrir stálbitunum inni í Þórsskúr.

Svarthamrar áætla að hefja gröft fyrir nýjum undirstöðum Þórsskúrs í þarnæstu viku.


Slettað undir nýja staðsetningu sjóhúss...

Með verkstjórum, ráðgjöfum, 16 mm steinbor og vinnufúsum höndum tókst verkið, Bjarki, Hjalli Óskar, Guðbjartur og Pjetur.

Festingin hans Hjalla komin á sinn stað, Pjetur náði að berja á þumalputta Óskars kajaklöggu

Húsið næstum komið á sinn stað og komið pláss fyrir Þórsskúrinn.

23.01.2009 13:23

Graftarleyfi ...

Umhverfis og skipulagsnefnd Fjarðabyggðar samþykkti 21. jan. flutning á sjóhúsinu og Þórsskúr og nýja staðsetningu húsana eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd.


Mynd Bátageymslur, Þórsskúr og sjóhús

Einhverja næstu daga verður byrjað að draga sjóhúsið á sinn stað og grafa fyrir grunni Þórsskúrsins.  Svarthamrar hafa tekið að sér það verkefni að sjá um grunninn.   Eins og við allar framkvæmdir þá mun verða eitthvað rót á fjörunni og mun líklega vera þar til búið er að koma húsinu fyrir, en við munum reyna eins og kostur er að takmarka það. 

22.01.2009 22:09

Cappuchino ...

Nýjasta flaggskipið frá Nigel Foster sem heimsótti okkur á Egil Rauða í fyrra.  Hann hefur nú hannað nýjan kajak sem kallast cappuchino.  Cappuchinu er bara 4 metra langur, væri nú ekki leiðinlegt að fá að stíga í hann.  Tekið af  http://richardatpoint65.blogspot.com/2009/01/2112009-cappuccino-my-baby.html

20.01.2009 11:19

Sundlaugaræfing og Þórsskúr


Laugardag kl 15 - 17 Vinnudagur Þórsskúr
Grafa frá MCC mætti í gærkvöldi og gróf meðfram húsinu og gerði rennur norður af húsinu fyrir bitunum sem rennt verður undir húsið, en suðurhliðin er eftir. Næsta verkefni er að grafa skurði inni í húsinu fyrir bitunum sem koma þvert undir húsið.  Allt í lagi að taka með skóflur á laugardaginn.  Þegar búið verður að grafa er hægt að koma bitunum fyrir og hefjast handa við að stífa húsið af fyrir flutning.  Einnig þarf að skipta út fótstykkinu í austurgaflinum, en þar hefur jarðvegur hefur legið að húsinu.
 
Bjarki á hjólaskóflunni

Sunnudagur kl 18 Sundlaugaræfing
Sundlaugaræfing verður n.k. sunnudag kl 18 í Norðfjarðarlaug. Ari Ben 863 9939

13.01.2009 12:30

Siglingafólk ársins 2008


Hin árlega hátið Íþróttamaður ársins fór fram um nú um áramótin. Alls voru tilnefndir 3 siglingamenn fyrir árangur sinn á árinu. Kajakræðarar ársins voru þau Tinna Sigurðardóttir og Ólafur B. Einarsson.

 

Tinna hefur sinnt kayaksportinu af miklum eldmóð frá því hún tók sín fyrstu áratök. Hún tekur sífelldum framförum og gefur strákunum ekkert eftir í ánni. Hún varð Íslandsmeistari á straumkayak 2008 annað árið í röð með miklum yfirburðum. Starf hennar í kayakklúbbnum hefur einkennst af því að njóta þess að sigla straumharðar ár og að aðstoða nýja ræðara í að koma sér af stað í sportinu. Hún er dugleg og hörð af sér og er bæði góður og traustur félagi í ánni sem er mikilvægur eiginleiki í kayaksportinu. 

Ólafur varð Íslandsmeistari á sjókayak 2008 með yfirburðum.  Sigraði þar með fullt hús stiga.  Fyrir utan að vera fljótasti ræðari landsins hefur hann sýnt aðdáunarvert frumkvæði að því að kynna kayakíþróttina og leita leiða til að virkja ungt fólk og menntskælinga sérstaklega. Ólafur heldur einnig út eina kayakbloggi landsins eftir því sem næst verður komist, kayak.blog.is.

 

Siglingamaður ársins var valinn Bergþór Steinn Jónsson. Bergþór hefur siglt fyrir Siglingafélagið Nökkva á Akureyri frá unga aldri.  Hann vann Íslandmeistaratitil í sínum flokki síðastliðið sumar auk þess að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistarmóti unglinga í Árósum nú í sumar. Bergþór hefur tekið virkan þátt í starfi siglingafélagssins Nökkva með kennslu og félagsstarfi.

 

Engin kona var tilnefnd sem siglingakona ársins. 
(tekið af vef siglingasambandsins www.silsport.is)

 

12.01.2009 10:47

Gólfið burt ...

Góð mæting var í vinnudag í Þórsskúr, alls 11 manns.  Gólfið á neðri hæðinni var rifið, þverbitar og krossviðarplötur nýtast í stífingar og gólffjalir nýtast í uppslátt á grunninum.  Allt timbur var sett í flutningabíl Svarthamra. 

Næsta verkefni er að grafa skurð fyrir stálbitunum sem settir verða þvert á húsið fyrir hífingu.  Þar á eftir þarf að stífa húsið af.  Einnig þarf að skoða undir klæðningu undir austurgaflinum, en skipta þarf út fótstykki þar og líklega fleiri bitum.

09.01.2009 15:37

Rífa gólf

Nk Sunnudag ætlum við að rífa gólfið út úr Þórsskúrnum og skipuleggja næstu skref.  Verðum líklega með opið hús allan daginn.  Margar hendur vinna létt verk og félagar hvattir til að taka þátt og mæta með hamra, kúbein.

Annars erum við búin að fá vilyrði frá smíðadeild Verkmenntaskóla Austurlands við verkefnið að gera upp Þórsskúr og ætla þeir að aðstoða við að smíða ýmsa hluti.  Einnig að stífa húsið af fyrir flutning.  Frábært að fá þessa aðstoð frá skólanum og gerir þetta verkefni auðveldara.

Eins hefur smíðafyrirtækið Svarthamrar boðist til að gefa vinnu við að steypa undirstöður undir húsið, kajakklúbburinn þakkar þetta frábæra framtak.

07.01.2009 09:03

Félagsaðstaða KAJ

Vinnudagur við Þórsskúr verður auglýstur fljótlega. Næstu skref hjá klúbbnum eru að hefja undirbúning á flutning á Þórsskúr.  Stefnt er á að rífa gólfið og taka niður nokkra veggi.  Auk þess sem hengja þarf upp milliloftið og stífa. 

Varðandi nýja staðsetningu og uppbyggingu félagsaðstöðu þurfum við að vera búin að staðsetja hvar við viljum hafa lagnir og innra skipulag áður en við hefjum vinnu við að koma nýjum grunni fyrir. 

Endilega komið með athugasemdir, en hér að neðan er tillaga að innra skipulagi á neðri hæð nýja félagsheimilisins. 

Neðri hæð
: búningsherbergi, sturtuaðstaða, klósett, kaffiaðstaða, verkstæði og geymsla.  Auðveldlega er hægt að koma fyrir skápum eða geymslusvæðum fyrir búnað félaga.
Efri hæð: eldhúskrókur, fundarsalur.

Er eitthvað sem er að vanta inn í aðstöðuna miðað við upptalninguna ?


Mynd sýnir tillögu að skipulagi á neðri hæð, hvíti hringurinn er kaffiaðstaða.


Tillaga að staðsetningu Þórsskúrs og Sjóhúss
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker