Færslur: 2009 Apríl

28.04.2009 10:42

Bókagjöf ...

Kaj fékk á dögunum bókagjöf frá útivistarkappanum Eið Waldorf, en hann ferðaðist ásamt félaga sínum Hans Stefensen á síðasta ári á kajak um Diskóflóa á Grænlandi.  Eiður flutti á dögunum til norður Noregs og er þar að vinna við laxeldi.

Bækurnar eru
Grönland, pa oplevelse i kajak, eftir John Andersen og segir frá ferðum, sögu og náttúru austur-Grænlands.
Instruction in kayak building,  handbók um smíði grænlenskra kajaka, fjöldi mynda og teikninga eru í bókinni. 

Bækurnar munu sóma sér vel í bókasafni klúbbsins sem er nú orðið nokkuð stórt, en það er skráð á slánni hér að ofan undir Bóka og myndbandasafn.  Bókasafninu verður komið fyrir í nýja félagsheimili klúbbsins sem verið er að standsetja.  Þungatakmarkanir á Oddskarði koma í veg fyrir að við getum hafið endurbæturnar, því við þurfum að flytja húsið fyrst á sinn rétta stað.

15.04.2009 13:37

Egill rauði 28-31. maí drög að dagskrá

Þá er mótsnefnd búin að sjóða saman drög að dagskrá fyrir Egil Rauða:  Nánari upplýsingar verða settar inn síðar.
 
Egill Rauði sjókajakmót Norðfirði 28-31. maí 2009

 

í boði ýmis námskeið, fyrirlestra, sprettróður, björgunarsýningu og veltukeppni

 

upplýsingar og skráning:

kayakklubburinn@gmail.com, einnig umræður á spjallvef www.kayakklubburinn.is

 

Sérstakir gestir Shawna Franklin og Leon Sommé en þau reka kayakskólann Body boat blade og voru kjörin nýverið af lesendum Sea Kayaker bestu kajakleiðbeinendurnir á vesturströnd Bandaríkjanna
 
Fimmtudagur 28. maí
Mótsaðstaða í fjörunni neðan Norðfjarðarkirkju verður opin þeim sem mæta snemma á svæðið.

Föstudagur 29. maí
10-16 Body Boat Blade
Námskeið um orsakir og afleiðingar, þægindi og afköst. Sérhannað námskeið frá aðalleiðbeinendunum okkar þetta árið sem tekur á meðhöndlun og samhæfingu líkama, kajaks og árar. Frábært námskeið fyrir breiðan hóp ræðara. Nánari upplýsingar á www.bodyboatblade.com
20-00 Grill og fyrirlestur
Grillað í fjörunni við nýja félagsaðstöðu KAJ. Eftir grill leiða Shawna og Leon okkur hringinn í kringum Ísland í fyrirlestri um ferð sem þau fóru sumarið 2003.

Laugardagur 30. maí
8-10 Morgunverðarhlaðborð  hjá Frú Lúlú
9 Fyrirlestur og umræður um námskeiðahald, hjá Frú Lúlú
Umræður um kajak námskeið hagnýtt fyrir þá sem áhuga hafa á að sækja kajaknámskeið  almennt, eða næla sér í stjörnur.  Shawna segir frá BCU kerfinu.  
10-13 Bjarganir á kajak
Leiðbeinendur Shawna eða Leon. Mæting í Kirkjufjöru.
10-13 Áratök
Leiðbeinendur Shawna eða Leon. Mæting í Kirkjufjöru.
10-13 Veltur og æfingar í Norðfjarðarlaug
Einstaklingskennsla sérsniðin að þörfum hvers og eins. Veltur fyrir byrjendur og lengra komna.
10-13 Fyrstu tökin
Námskeið fyrir byrjendur og styttra komna. Mæting í Kirkjufjöru.
14-17 Nípuróður
Róið út Norðfjörð milli skerja og skúta og ferðin nýtt til æfinga á verkefnum dagsins. Leiðbeinendur stýra æfingum
14-16 Innanfjarðarróður
Stutt ferð með æfingum fyrir byrjendur og styttra komna. Leiðbeinendur stýra æfingum
20-00 Grill og fyrirlestur
Grillað í fjörunni. Eftir grill halda Leon og Shawna fyrirlestur og myndasýningu

Sunnudagur 31. maí
8-10 Morgunverðarhlaðborð  hjá Frú Lúlú
10-13 Bjarganir á kajak
Leiðbeinendur Shawna eða Leon. Mæting í Kirkjufjöru.
10-13 Blönduð áratök
Leiðbeinendur Shawna eða Leon. Mæting í Kirkjufjöru.
10-13 Veltur og æfingar í Norðfjarðarlaug
Einstaklingskennsla sérsniðin að þörfum hvers og eins. Veltur fyrir byrjendur og lengra komna.
14-16 Róðrakeppni, veltukeppni og björgunarsýning
Hér er á ferðinni viðburður sem gaman er að fylgjast með.  Sprettróðrarkeppnin veitir stig til Íslandsmeistaratitils.  Krýndur verður veltumeistari Egils Rauða.  Sýndar verða ýmsar björgunaraðferðir, en Landhelgisgæslunni hefur verið boðið í heimsókn eins og undanfarin ár.
 
 

Hagnýtar upplýsingar

Kostnaður:
Fjöldi fyrirtækja, samtaka hafa styrkt mótið og með þeim hætti er hægt að halda námskeiðakostnaði niðri.   Verð á einstökum námskeiðum verða sett inn við fyrsta tækifæri
Námskeið:
Skráningar á námskeið hjá
kayakklubburinn@gmail.com eða í síma
Hægt verður að greiða námskeiðin á staðnum, vinsamlegast komið með reiðufé. Það er hraðbanki í Sparisjóð Norðfjarðar ofan við fjöruna. 

Leiðbeinendur:
Shawna, Leon, aðrir leiðbeinendur verða félagar úr kajakklúbbnum KAJ og Rvk

Bátaleiga:
Hægt verður að leigja kajaka á meðan mótinu stendur. Hafðu samband við Helgu Hrönn
hhsm@simnet.is eða í síma 860-6813 og fáðu upplýsingar um báta og verð. Takmarkað framboð - fyrstir panta fyrstir fá!

Veitingastaðir
Hótel Egilsbúð, Kaffi Nesbær, Frú Lúlú, Söluskáli Olís, Hótel Capitano, Hótel Edda.

Gistimöguleikar:

·         Svefnpokapláss í nýrri félagsaðstöðu KAJ

·         Tjaldstæði við Snjóflóðavarnargarða, ofan við Egil Rauða  Þar er hreinlætisaðstaða með sturtum

·        
Hótel Capitano, Hafnarbraut 50, S: 477 1800/8614747, netfang island@islandia.is

·         Hótel Edda, Nesgötu 40  S: 444 4860 edda@hoteledda.is www.hoteledda.is 

·         EgilsbúðEgilsbraut 1, S:477 1321, fax 477 1322, www.egilsbud.is 

·         Gistiheimilið Skorrastað, S: 477 1736,  skorra@simnet.is , .skorrahestar.123.is

·         Tónspil - gistingHafnarbraut 22,  S:477 1580,  tonspil@tonspil.iswww.tonspil.is

·         Ferðaþjónustan Mjóeyri,  Eskifirði gistiheimili www.mjoeyri.isS:477 1124

07.04.2009 12:43

Capellan í hús

Ekki er útlit fyrir flutning Þórsskúrs á næstunni, spurning hvenær næsti kuldakafli kemur, eða vegurinn verði nógu þurr til að hægt verði að aflétta þungatakmörkununum á Oddskarði.

Kajakinn sem Kaj keypti sl haust er nú kominn í hús.  Báturinn er notaður PH Capella rauður með gulum líflínum og felliugga.  Það var kajaklöggan sem flutti bátinn austur á dögunum.  Capellan erú í vestari bátageymslunni og tilbúin til notkunar fyrir klúbbfélaga.  Báturinn er kærkomin viðbót við flota klúbbsins. 

Þetta er reyndar nýjasta útfærslan af Capella 166

02.04.2009 15:03

Þungatakmarkanir

Vegna þungatakmarkana verður flutningunum frestað um ótiltekinn tíma.  Kranabíllinn má ekki fara yfir Oddskarð. 

Frost þarf að vera í nokkra daga áður en þungatakmörunum er létt af aftur.  En farið verður í þetta verk við fyrsta tækifæri.  Erfitt að eiga við þetta þessa daga þegar skiptist á frost og hiti.

01.04.2009 20:58

Laugardagur til Lukku

Þá liggur það fyrir að ekki verður flutt á morgun fimmtudag.  Öll tæki verða klár á Laugardaginn, gefið að ekki verði settar á þungatakmarkanir. 

Húsið verður flutt Laugardaginn 4. apríl.  Reynst hefur erfitt að tímasetja, hvað þá dagsetja, en margt sem þarf að smella saman.  Setjum inn frekari upplýsingar á föstudaginn.

Í dag (miðvikudag) var unninn undirbúningur fyrir flutning við stífingar, skrúfað, neglt og rafsuða.  Verkalýður Egill, Eiður, Kalli Jör og Ari, yfirsmiður Gummi Haukur.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker