Færslur: 2009 Júlí

20.07.2009 09:25

Vinnukvöld . . .

Í kvöld mánudag 20. júlí er félagsróður kl 20, fyrir þá sem ekki ætla að róa þá verður farið í að undirbúa að koma járninu á, slá upp vinnupöllum.

16.07.2009 07:39

Af hringförum

Gísli skildi við Helgu og Ingólf á Breiðdalsvík fyrir hádegið í gær og freistaði þess að nýta sjávarföllin og taka suðurfallið frá Streytishvarfi.  Gísli gisti við Hvalnes í nótt. Með því að smella á SPOT má sjá staðsetningu hans.

Hin bandaríska Margaret Mann var í gær á Húsavík þannig að hún er töluvert á eftir Gísla.
En Gísli lagði upp frá Reykjavík þann 1. júní en Margaret þann 6. júni. 

14.07.2009 11:43

Farinn frá Norðfirði, næst Breiðdalsvík

Félagar í Kaj tóku á móti Gísla hringfara í Loðmundafirði undir kl 4 um morgun við Sævarenda í Loðmundarfirði.  Hann var þá búinn að róa frá Bjarnarey síðan morguninn áður.  Pálmi Ben og Ingólfur frá Breiðdalsvík og Gísli fóru um kl 15 s.l. sunnudag frá Loðmundarfirði og settu stefnuna á Norðfjörð.  Stíf norðanátt var á leiðinni með 12 m/s, sem var ekki í bakið fyrr en þeir fóru að nálgast Dalatanga.  Á Dalatanga heilsuðu þeir upp á vitavörðinn Heiðar sem sá aumur á þeim og bauð þeim heim í hús.   Pjetur og Ari komu til móts við þá félaga við Dalatanga og fylgdu þeim á Norðfjörð, en gott lens var á leiðinni með vindinn og öldu í bakið.

Lent við félagsaðstöðu Kaj á Norðfirði 12.júlí 23:30, Gísli þreyttur í símanum að gefa skýrslu um ferðir sínar.

Gísli gisti á efri hæðinni í nýju félagsaðstöðunni, en mikil vinna er eftir þar áður en hún telst komin í það horf sem hún á að vera í.

Á mánudeginum reyndi hann við að fara yfir Norðfjörðinn, en við Nípustapa leist honum ekki á að þvera flóann í stifa norðanáttina þannig að hann snéri til baka.

Útsofinn eftir 2 nætur í félagsheimili Kaj Gísli lagði af stað frá Norðfirði kl 8 í morgun (þriðjudag). Og nú þegar þetta er skrifað er hann kominn suður með Síðu og nálgast Sandvík.

Gísli kl 815 í morgun á leið út Norðfjörðinn

Ágætisspá fyrir daginn, þó ekki hrein norðanátt, meira vestanstæður þannig að ekki er vindurinn beint í bakið og hugsanlega einhver vindur af landi. 

Gísli stefnir á að ná til Helgu og Ingólfs á Breiðdalsvík í kvöld þar sem hann á heimboð. Skildist á Ingólfi að hann ætlaði að fylgjast með ferðum hans og jafnvel freista þess að taka síðasta legginn með honum á Breiðdalsvík. Langur dagur framundan ef hann ætlar að ná alla leið á Breiðdalsvík. 

Hann er kominn með hugann við Suðurströndina og búinn að hreinsa allt af dekkinu hjá sér þannig að ekkert er fyrir þar í hugsanlegum brimlendingum.  Gaman að fá Gísla í heimsókn, fá að róa með honum og heyra af ferðinni. 

11.07.2009 17:51

Hringferð gísla kajakræðara

Góður hraði er á Gísla þessa dagana, búinn að taka marga langa róðrardaga.  Hann gisti í  fyrrinótt út í Bjarnarey og kom í nótt í Loðmundafjörð.  Pálmi og Ingólfur ætla að róa með Gísla frá Loðmundafirði á Neskaupstað í dag 12.júlí. 

02.07.2009 08:47

Hringfarar

Gaman að segja frá því að Gísli Friðgeirsson er nú á Húsavík og hefur verið mjög heppinn með veður á ferð sinni umhverfis Ísland og því gengið mjög vel. 

Margaret
frá New York fór fyrir þremur dögum frá Ísafirði og ætti því að vera við Strandir núna. 
SPOT staðsetningartækið er mikið öryggistæki og hefur sýnt sig að er að virka vel, á myndinni má sjá síðasta legg hjá Gísla, frá Eyjafirði á Húsavík.

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker