Færslur: 2009 Nóvember

24.11.2009 15:25

Málverk

Langt er komið með að mála vatnsbretti og áfellur.  Nánast búið, en efnið er allt á verkstæði Svarthamra.

Eftir er að mála hurðarnar og yfirfara gluggana sem smíðadeild VA er að leggja lokahönd á. 

Alli smiður stefnir á að vera hjá okkur um helgina 5-6. des. og dagana þar á eftir, en hann verður að vinna í Þórsmörk fram að þeim tíma.  Fyrir þann tíma þurfum við að vera búin að negla upp gömlu fjalirnar, pappa útveggina og mála það sem eftir er að mála.  Andri Fannar verður með lyklavöldin af VA til að mála glugga og hurðar.

Stefnum á að vera með stóra vinnuhelgi 5-6. des. og fá sem flesta til að taka þátt.  Þá verða settir í gluggar, hurðir og byrjað á að klæða húsið.

15.11.2009 20:17

Fúaspíta . . .

Stiklað á verkefnum helgarinnar í Þórsskúr sem stýrt var af Alla smið.  Búið að rífa allt járn utanaf húsinu.  Skipta út öllu fúnu timbri í klæðningu, setja nýja fótreim á suðurhlið sem var mjög fúin. Taka úr fyrir gluggum og hurðum og laga grindina í húsinu. 

Næstu verkefni
 • Málningarvinna á gluggum og gluggalistum, í framhaldi glerjað á smíðaverkstæði Verkmenntaskólans.
 • Málningarvinna á áfellum og vatnsbrettum á verkstæði Svarthamra.
 • Festa fótreim meið múrboltum og flatjárni
 • Klæða að utan með vindpappa

Vantar málara til að taka að sér að mála . . .

 

14.11.2009 08:38

Endurbætur

Unnið alla helgina í Þórsskúr.  Alli smiður er við vinnu frá 7 - 19 alla helgina, eins og hann er reyndar búinn að gera þessa vikuna.  Það vantar aðstoð við að saga, handlanga, mála, smíða, taka til spítnarusl ofl, er víst í lagi að vera með 10 þumalfingur.  Alli stýrir vinnunni. 

10.11.2009 11:02

Vinnudagar Þórsskúr

Af Þórsskúr: Höfum fengið aðstoð frá Húsvískum listasmið honum "Alla" sem gert hefur upp fjölda gamallal húsa.  Hann mun næstu daga vinna í félagsaðstöðunni að endurbótum, setja glugga í og klæða húsið að utan.

Í gærkvöld rifu Bjarki, Jói Tr., Bjartur, Pjetur og Ari klæðninguna utanaf austur og norðurgaflinum.  Bjarki er með smiðnum í dag í endurbótunum.

Næstu daga verður hann við vinnu við að skipta út fúnum spítum og setja í gluggana og í framhaldinu klæðninguna.

Hvetjum við félaga til að taka þátt í þessum vinnu sem er framundan hjá okkur núna, en ef vel gengur má búast við að húsið verði tilbúið að utan fyrir áramót.  Endilega mætið í smíðavinnu í fjöruna um helgina.  Eins ef þið eigið lausa daga í vikunni.


Nemar í smíðadeild Verkmenntaskólans að vinnu við útihurðir á austurgafli Þórsskúrs

Nemar í smíðadeild Verkmenntaskólans við frágang á opnanlegum fögum í Þórsskúr

09.11.2009 13:21

Dagar myrkurs ... 12.nóv.

Opið hús hjá KAJ á dögum myrkurs, n.k. fimmtudagskvöld
Nokkrir foreldrar barna í 9. bekk á Norðfirði eru í klúbbnum og hafa tekið að sér að sjá um að skipuleggja kvöldskemmtun í félagsaðstöðu Kaj í Kirkjufjörunni á Norðfirði.

 • Selt verður kakó og sætabrauð til styrktar ferðasjóðs 9. bekkjari. 
 • Ljósmyndasýning krakkanna úr 9. bekk verður á skjávarpa.
 • Lopapeysuþema, mætið í lopapeysunni

  Í fyrra var opið hús á dögum myrkurs hjá KAJ og tókst það mjög vel.  Hvetjum við fólk að fjölmenna og eiga skemmtilega stund í fjörunni.  Eiga skemmtilega stund með fjölskyldunni.  Kynnast starfsemi klúbbsins, eða þeim miklu endurbótum sem fyrirhugaðar eru á félagsheimilinu Þórsskúr. 

  Frá dögum myrkurs hjá félagsaðstöðu KAJ árið 2008
 • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker