Færslur: 2009 Desember

29.12.2009 09:10

Áramótaróðurinn

Mæting er á fimmtudaginn kl 10 íhinn  árlega áramótaróður. Stefnír í mjög kalt en stilt veður þannig að klæða sig vel.  Allt á kafi í snjó en örugglega hægt að moka sig út úr bátageymslunum.

12.12.2009 20:47

Bakhjarlar

Í dag fékk Kaj úthlutað 500.000 kr styrk frá Samvinnufélagi Útgerðarmanna á Norðfirði (SÚN).  Fyrr í vetur fékk klúbburinn úthlutað 300.000 kr styrk frá Alcoa.  Þessir peningar voru allir veittir í endurgerð á Þórsskúr.  Án þessa frábæra stuðnings væri einfaldlega ekki hægt að ráðast í þessar framkvæmdir.  En eins er mikið sjálfboðaliðastarf sem margir hafa tekið þátt í. 

Verk dagsins voru uppsetning vatnsbretta, pappa, músanet, stóra hurðin á suðurhliðinni, auk tiltektar, en stór ruslagámur er kominn á svæðið.  Alli, Hjalli, Benti, Ari, Andri, Egill, Pjetur, Þórður, Bjartur og Sveinn Gunnar.

10.12.2009 20:35

Ótitlað

Um helgina verður Alli að vinna, alla morgna frá 8 og þeir sem eiga fært væri gott að gætu komið og lagt hönd á plóg.

Verkefnin næg og vonandi mikið sem ávinnst um helgina.

Frá sl laugardagsmorgni, aðeins 2 gluggar komnir í.

08.12.2009 22:05

Vinnudagar ...

Á föstudagsnóttina var dregin rafmagnsheimtaug í húsið, svo nú er þar komið vinnurafmagn,  unnið Daði, Þórður og Ari.

Síðustu helgi voru settir gluggar í Þórsskúrinn og langt er komið með að pappa útveggina.  Næstu verkefni er að klára frágang utanhúss, setja vatnsbretti og bárustál á húsið, þar voru á ferð Alli Smiður, Hjalli, Jói Tr.,Benti, Pálmi og Daði.
Mynd Hjalli og Alli, við gluggaísetningu

01.12.2009 13:30

Gluggaísetning og klæðnin

Laugardagur og Sunnudagur Unnið í að klæða Þórsskúr
8:00 Alli smiður stefnir á að setja upp gluggana og vonandi hægt að byrja að klæða húsið að utan.  Endilega takið þátt með okkur um helgina margar hendur vinna létt verk.


Mynd Bj.Bj.
Horft yfir Neseyri, tekin af dagsbrunaraett.bloggar.is, þar er sagt að myndin sé tekin 1923.  Þórsskúr sést lengst til vinstri á myndinni, en samkvæmt upplýsingum frá skjalasafni Norðfjarðar þá er húsið fyrst á skrá hjá bænum árið 1929.    Er einhver sem þekkir sögu Þórsskúrsins ?  Hvenær er húsið byggt og hvaðan er það keypt?  Smiðurinn okkar telur líklegast miðað við viðina að húsið sé frá Noregi eða Danmörku.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker