Færslur: 2010 Janúar

30.01.2010 11:31

Dubside og Dan Henderson Egill Rauði symposium 21-23. maí

On 21-23. may annual seakayak symposium Egill the red is held in Norðfjörður on the east coast of Iceland. The symposium is a nonprofit organised by volunteers.  Egill rauði welcomes paddlers of all ages and abilities for a weekend packed with fun and learning opportunities. Whether you are being introduced to kayaking for the first time or you have been on the water for years. On the symposium there will be lectures, different classes, daytrips, sprinting and rolling competition. This year Dubside and Dan Henderson will be attending.  Instructors on earlier symosiums have been Shawna Franklin, Leon Sommé, Freya Hoffmeister, Nigel Foster and Kristin Nelson.

Vegna fyrirspurna um Egil rauða á næsta ári er pistill á ensku og íslensku.

Dubside
www.dubside.net
Dubside lives in the Seattle area and has has made instructional DVDs "Greenland Rolling with Dubside and Qajaasaarneq" and "Greenland Rope Gymnastics" to his credit plus outstanding performances at the Greenland Kayaking Championships in 2004 and 2006. His rolling and ropes demonstrations have become an anticipated feature at several paddling symposiums . Using folding kayaks, Dubside has always enjoyed paddling without owning a car.

Dan Henderson
Cascade Canoe & Kayak Centers, Inc.For more than 35 years Dan Henderson, president of Cascade Canoe & Kayak Centers, Inc. in Renton, has immersed himself in paddling, explored wonderful places, celebrated wildlife viewing, made great friends and exercised a competitive spirit. As the co-author of the International Canoe Federation Coaching Manual (the world and Olympic governing body for kayak and canoe racing), presenter at the 2009 ICF Coaching Symposium in Warsaw, Poland and author of many articles on paddling technique, as well as being a Master's candidate in Biomechanics with a focus on the kayak forward stroke, Dan is a world leader in writing, researching and understanding of kayak forward stroke efficiency. Dan recently completed a 200-mile sea kayak trip from Renton to Port Renfrew and is the Human Powered Craft Representative to the Washington State Boating Safety Commission

reference http://www.wwta.org/seminar/bio.asp


Egill Rauði 2009 Námskeið Shawna og Leon

Egill Rauði, verður haldinn um hvítasunnuhelgina 21-23 maí n.k. á Norðfirði. Þar verður margt spennandi í boði, fyrirlestrar, myndasýningar, námskeið, veltukeppni og sprettróðrarkeppni sem veitir stig til Íslandsmeistara. Auk leiðbeinenda héðan að heiman þá verða fengnir þeir Dubside og Dan Henderson frá Bandaríkjunum. Heimasíða www.dubside.net en Dubside mun koma með sinn eigin bát og kenn reipa leikfimi (Greenland rope gymnastics), en hann er einnig snillingur í grænlenskum veltum. Dan Henderson www.canoe-kayak.com hefur keppt í kappróðri fyrir Ungverska og Bandaríska landsliðið á straumvatni og á sléttu vatni og hefur unnið til fjölda verðlauna. Dan er kajakþjálfari og með háskólagráðu í róðrartækni á kajak (forward stroke). Frábært tækifæri til að bæta róðrartækni hjá kennara á heimsmælikvarða. Hvort sem er til keppni eða í leik.

Nánari dagskrá og skipulag auglýst síðar

29.01.2010 09:22

Saga skrúfa . . .

Alli er við það að ljúka gluggafrágangi en um helgina verður sett upp þakskeggið, það vantar einhverjar hendur við að setja það upp, s.s verkefni helgarinnar er að skrúfa og saga.

Bjarki að sníða bárujárn sl. helgi

25.01.2010 18:13

Endurbætur

Þá er Alli smiður frá Húsavík mættur aftur í utanhúsfráganginn á Þórsskúr og verður í einhverja daga að hjálpa okkur að ganga frá húsinu að utan.  Handlangara hendur vel þegnar.

Laugardagur fór í bárustál á suður og austurhliðar.  Sunnudagur fór í framhald á klæðningu og frágang við glugga og tiltekt. 

Handlangarar og smiðir um helgina voru
Laugard. Alli, Ari, Benti, Hjalli J., Jói Tr. Jóhann P., Pjetur
Sunnud. Ingólfur, Helga, Eyþór, Óskar, Bjarki, Benti, Ari og Alli


Mynd tekin  sunnudaginn 24. jan., húsið farið að taka á sig endanlega mynd að utan


Spáð í gluggana Óskar, Ari og Ingólfur

18.01.2010 10:48

Af Qaqortoq

Húðkeypur klúbbsins er nú í dúkskiptum í Qaqortoq á suðvestur Grænlandi.  Það er www.greenlandkayaks.gl sem er búin er að vera með bátinn í smíðum í 2 ár þannig að vonandi fer að styttast í að við fáum gripinn heim.  Reyndar búnir að vera erfiðleikar hjá fyrirtækinu, en skilst að það sé á réttri leið hjá þeim.  Greenland kayaks er komin með nýjan bát í framleiðslu sem kallast SULULIK, er á forsíðu fyrirtækisins.


Klúbbkajakinn á Grænlandi janúar  2010 

08.01.2010 10:24

Gleðilegt nýtt kajakár . . .

Síðastliðið ár var viðburðaríkt hjá kajakklúbbnum KAJ, skal hér stiklað á stóru :

Egill rauði
þar sem margir góðir gestir komu og heimsóttu okkur frá Reykjavík og Norðurlandi auk Shawnu og Leons frá USA.  Margar uppákomur eins og myndasýningar, fyrirlestrar, róðrarferðir, námskeið, veltukeppni, sprettróður.  Margir byrjendur lærðu sín fyrstu áratök og aðrir bættu við þekkingu sína og reynslu. 

Frá námskeiði á Agli Rauða 2009

Hringfarar heimsókn tveggja kajakræðara sem fóru hringinn í kringum Ísland í sitthoru lagi.  Þeirra Gísla Friðgeirssonar og Margaret Mann frá USA en þau réru bæði hringinn í kringum Ísland.  Gísli var kjörinn kajakmaður ársins hjá Kajakklúbbnum í Reykjavík. og er hann vel að titlinum kominn.

Verður minnst sem ári flutninga og endurbóta. Fjöldi fólks og fyrirtækja hafa lagt okkur lið í að gera upp gamla Þórsskúr með mikilli sjálfboðavinnu, fjármagni efni og lán á tækjum en án þeirra hefði verið búið að vinna allt þetta stóra verkefni.  Skal þar helst nefna Svarthamra og SÚN.  Gamla sjóhúsið var flutt til, byggður nýr grunnur fyrir Þórsskúr neðan Norðfjarðarkirkju og húsið þangað flutt og ómældur tími og vinna farið í endurbætur á því húsi.

Annað sem bera að nefna eru hefðbundnir félagsróðrar, sundlaugaræfingar, ferð Borgarfjörður Loðmundarfjörður, kynning á Mjóeyri á Eskifirði, opið hús á dögum myrkurs.  Auk þess sem nokkrir hópar hafa heimsótt okkur og fengið að fara á kajak hjá okkur.

Í heildina litið viðburðaríkt ár og stefnir í spennadi ár 2010.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker