Færslur: 2010 Maí

26.05.2010 10:13

Úrslit úr keppnum Egils Rauða

Agli Rauða öllum lokið og ekki annað að sjá en þáttakendur hafi verið ánægðir með það sem þeir fengu út úr mótinu. Hér að neðan eru úrslitin frá sunnudeginum, en myndir verða settar inn fljótlega.

Kappróður

Reipafimi
Sæti Nafn Stig
Unglingaflokkur drengja
1 Þorsteinn Sigurlaugsson 342 Dagný Akureyrarmær 25
Sæti Nafn Tími Bátur


3 Pétur Hjartarson 24
1 Pétur Hjartarson 00:53 Point 65° XP4-5 Pjetur St Arason 22
2 Ólafur Tryggvi Þorsteinsson 01:11 NDK Explorer

4-5 Gunnar Gunnarsson 22
3 Trausti Mar Þorsteinsson 01:18 NDK Romany

6-7 Trausti Mar Þorsteinsson 18
4 Kári Tómasson 01:38 Prijon Seayak

6-7 Ari Benediktsson 18
5 Sigurjón Svavar Valdimarsson 01:40 PH capella

8 Ólafur Tryggvi Þorsteinsson 89 Ingólfur Finnsson 4
Unglingaflokkur stúlkna
10 Pálmi Benediktsson 2


Sæti Nafn Tími


1 Oddný Lind Björnsdóttir 01:14 NDK Explorer


Karlaflokkur

VeltukeppniSæti Nafn Veltur
Sæti Nafn Tími


1 Lárus Guðmundsson 9
1 Hilmar Erlingsson 00:42 Nelo Viper


2-3 Ingólfur Finnsson 8
2 Þorsteinn Sigurlaugsson 00:43 Valley Rapier
2-3 Þorsteinn Sigurlaugsson 8
3-4 Ari Benediktsson 00:55 Valley Nordcap
4-5 Ari Benediktsson 4
3-4 Gunnar Ingi Gunnarsson 00:55 Valley Nordcap
4-5 Gunnar Ingi Gunnarsson 4
5 Ingólfur Finnsson 01:04 NDK Explorer
6 Ólafur Tryggvi Þorsteinsson 3
6 Pjétur St. Arason 01:05 NDK Romany
7 Pétur Hjartarson 0


Kvennaflokkur


Sæti Nafn Tími


1 Megan Kelly 00:52 Nelo ViperKajakmaður ársins 2009

2 Helga Melsteð 01:08 NDK Explorer

Ari Benediktsson
3 Rita Hvönn Trautadóttir 01:10 NDK Explorer
4 Erna Jónsdóttir 01:13 Necky looksha IV


5 Guðbjörg Rós Guðjónsdóttir 01:32 NDK Explorer14.05.2010 10:31

Egill Rauði Symposium

Egill Rauði sjókajakmót Norðfirði hvítasunnuhelgina 21-24. maí 2010

Fyrir byrjendur sem lengra komna. Erlendir og innlendir leiðbeinendur.

Í boði verða ýmis kajaknámskeið, æfingar í sjó og sundlaug, róðrarferðir, fyrirlestrar, sprettróður, veltukeppni og reipafimi .   Mótssvæðið er í Kirkjufjöru Norðfirði og þar hefjast allir viðburðir.

upplýsingar og skráning:

kayakklubburinn@gmail.com, www.123.is/kaj, einnig umræður á korkinum hjá www.kayakklubburinn.is

Aðal leiðbeinendur verða Dan Henderson og Dubside frá Bandaríkjunum.  Dan hefur keppt í kappróðri fyrir Bandaríkin og Ungverjaland og er með háskólagráðu í róðrartækni á kajak (forward stroke) og Dubside er þekktastur fyrir færni í grænlenskum veltum og reipafimi.  En reipafimi hefur ekki verið kennd hérlendis áður, en hana má finna á netinu undir "rope gymnastics". Hann er m.a. að finna á myndbandinu "This is the Sea Four".

 www.canoe-kayak.com og  www.dubside.com

20. 5  Fimmtudagur

Félagsaðstaða og bátageymslur í fjörunni neðan Norðfjarðarkirkju verður opin þeim sem mæta snemma á svæðið. 

21.5   Föstudagur

12-16     Róðrarnámskeið - Dan Henderson - Dubside   Verð 4.000 kr
Fyrir börn, 12-18 ára.  Námskeið sem tekur á meðhöndlun og samhæfingu líkama, kajaks og árar.

20-00     Grill og fyrirlestur
Grillað í fjörunni við nýja félagsaðstöðu KAJ. Eftir grill verður fyrirlestur

22.5   Laugardagur

8-9:30   Morgunverður og skipulag helgarinnar í Kirkjufjöru

9-16       Áratök - "árinni kennir illur ræðari"     Verð 12.000 kr
Leiðbeinandi Dan Henderson, unnið með þáttakendum út á sjó, áralag tekið upp á myndband af hverjum og einum, farið yfir með þáttakendum hvað þarf að laga á landi og á sjó.   Nemendur læra að fá sem mest út úr hverju árataki.  Er góður undirbúningur fyrir keppnir sumarsins, langróður  eða einfaldlega að verða betri ræðari. 

9-13       Veltur og æfingar í Norðfjarðarlaug                    Verð 5.000 kr
Leiðbeinandi Dubside og aðrir ef þörf á             

Einstaklingskennsla sérsniðin að þörfum hvers og eins. Veltur fyrir byrjendur og lengra komna.  Kenndar verða ýmsar útfærslur af veltum. 

9-12       Fyrstu tökin                       Verð 3.000 kr
Leiðbeinendur meðlimir Kaj.                  

Námskeið fyrir byrjendur og styttra komna. Mæting í Kirkjufjöru. 

14-17     Róðrarferð

Skipt niður í hópa eftir mætingu, byrjendur og styttra komna og vana ræðara. Leiðbeinendur munu stjórna ferðum, ferð ræðst  af veðri og þátttöku.

14-17     Reipafimi (Greenland rope gymnastics - Qajaasaarneq)                           Verð5.000 kr
Leiðbeinandi Dubside. Kennt verður í kirkjufjöru og ýmsar æfingar kenndar.  Reipafimi eru styrktar og jafnvægisæfingar.  Góð æfing til að bæta velturnar.

20-00     Grill og fyrirlestur
Grillað í fjörunni. Eftir grill fyrirlestur Gísli Friðgeirsson hringfari og myndasýning

23.5   Sunnudagur

8-9:30   Morgunverður félagsaðstöðu  KAJ og farið yfir skipulag dagsins

9-12       Áratök  Verð 6.000 kr

Leiðbeinandi Dan Henderson.  Kraftur, tækni og líkamsbeiting áframhald frá deginum áður. Mæting í Kirkjufjöru.

9-13       Veltur og æfingar í Norðfjarðarlaug Verð1.000 kr

Leiðbeinendur ýmsir14-16     Sprettróðrakeppni, veltukeppni og reipafimi
Hér er á ferðinni viðburður sem gaman er að fylgjast með. 
Sprettróðrarkeppnin veitir stig til Íslandsmeistaratitils.  Keppt er í kvenna, karlaflokki og unglingaflokki.  Krýndur verður veltumeistari Egils Rauða og reipafimimeistari.

24.5   Mánudagur

10-13     Kajakróður og reipafimi fyrir börn og unglinga Verð 4.000 kr

Leiðbeinendur Dubside og Dan Henderson.   Tilvalið fyrir byrjendur að kynnast sportinu.  ATH fyrir  12 - 18 ára.

12 -14 Meðlimir Kaj fara með yngri en 12 ára á kajak, mömmur og pabbar velkomnir.

 

Hagnýtar upplýsingar

Kostnaður:
Fjöldi fyrirtækja, samtaka hafa styrkt mótið og með þeim hætti er hægt að halda námskeiðakostnaði niðri.   Verð á einstökum námskeiðum verða sett inn við fyrsta tækifæri
Námskeið:
Skráningar á námskeið hjá
Ritu í síma 6643665 eða á kayakklubburinn@gmail.com
Hægt verður að greiða námskeiðin á staðnum, vinsamlegast komið með reiðufé. Það er hraðbanki í Sparisjóð Norðfjarðar ofan við mótssvæðið. 

Leiðbeinendur:
Dubside, Dan Henderson,  auk annarra leiðbeinanda

Sund

Sundlaug er í 100 m fjarlægð frá mótssvæði

Veitingastaðir
Hótel Egilsbúð, Kaffi Nesbær, Söluskáli Olís, Hótel Capitano, Hótel Edda.

Gistimöguleikar:

·         Svefnpokapláss í nýrri félagsaðstöðu KAJ (unnið að endurbótum)

·         Tjaldstæði við Snjóflóðavarnargarða, ofan við Egil Rauða

·         Hótel Capitano, 
Hafnarbraut 50, 
sími 477 1800/861 4747, fax 477 1501

island@islandia.is

·         Hótel Edda
Nesgötu 40
Sími: 444 4860
edda@hoteledda.is 
www.hoteledda.is 

·         Egilsbúð, 
Egilsbraut 1, 
sími 477 1321, fax 477 1322, 

www.egilsbud.is 

·         Gistiheimilið Skorrastaður, 
sími 477 1736,  skorra@simnet.is , www.skorrahestar.123.is

·         Tónspil - gisting, 
Hafnarbraut 22,
sími 477 1589, netfang tonspil@tonspil.iswww.tonspil.is

·         Ferðaþjónustan Mjóeyri

gistiheimilli Eskifjörður www.mjoeyri.is, 477 1124

13.05.2010 23:18

Steypt gólf

Föstudaginn 14. maí 9-16 var steypt gólf í Þórsskúr.  Þáttakendur, Ari, Benti, Bjarki, Daði, Einar iðnaðarmaður, Maggi og Óskar.

13.05.2010 23:11

Kuldaboli

Alls fóru um 60 krakkar á kajaknámskeið á Kuldabola á Reyðarfirð hjá KAJ.  Kuldaboli var haldinn á Reyðarfirði, en þar voru á ferð krakkar úr félagsmiðstöðvum í Fjarðabyggð en þau gistu í íþróttahúsinu á Reyðarfirði aðfaranótt 13.maí.  Ýmis afþreying var í boði fyrir krakkana og þar á meðal kajakróður.  Farið var með kajaka fyrir 15 manns á Reyðarfjörð, en leiðbeinendur á kajak voru Sveinn Gunnar, Bjartur, Guðjón, Ari og Valur.

01.05.2010 23:45

Frammundan

Margt spennandi framundan hjá Kaj á næstunni og nóg að gera fyrir þá sem vilja taka þátt.

Sunnudagur 2.
Maí Vinna í gólfi Þórsskúr.  Verður líka einhver næstu kvöld unnið í félagsaðstöðu. 
Umsjón Ari Ben

Mánudagur 3. Maí, kl 14 Heimsókn til Kaj frá efsta stigi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, alls 15 unglingar sem ætla að fá að fara á kajak frá Félagsaðstöðu KAJ Norðfirði.  Félagar hvattir til að mæta og aðstoða. 
Umsjón Kajaklöggan Óskar

Fimmtudagur 13. maí Kuldaboli,  Reyðarfirði, fyrir unglinga 8-10 bekk frá félagsmiðstöðvum á allstaðar að af Austurlandi.  Kaj hefur verið boðið að koma að því að vera með í útivistarsmiðju á Reyðarfirði. Vantar félagsmenn til að taka þátt og skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir krakkana.

.
Frá Agli rauða 2008 Nigel og Kristin að leiðbeina

Föstudagur - Mánudagur 21-24. maí  Egill Rauði Sjókajakmót á Norðfirði. 
Upplýsingar um mótið er að finna hér á síðunni á eldri skrifum sem og á heimasíðu www.kayakklubburinn.is
Umsjón félagar í Kaj. 


  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker