Færslur: 2010 Júní

28.06.2010 10:22

Félagsróður

Miðvikudagskvöldið 30. júní kl 20 verður félagsróður

Mæting í Kirkjufjöru Norðfirði allir velkomnir. 

25.06.2010 19:44

Margir á kajak

Fjöldi fólks hefur undanfarið fengið leiðsögn á kajak hjá Kaj.  Um 50 manns fór á kajak á Andapollinum á Reyðarfirði 17. júní og svo aftur um 70 manns á Mjóeyri þann 22. júní. 

Góður hópur fór frá Mjóeyri og út í Hólmanes í grill á Borgarsandi, en þar var fyrir um 80 manna gönguferðahópur.  Félagar


Hópurinn sem fór á Mjóeyri: Bjössi, Helga, Ingólfur,Pálmi,Júlli,Trausti,Steini, Rita, Anna, Ási og Ari

15.06.2010 12:36

17. júní Reyðarfirði og 22.júní Eskifirði

Kaj mun taka þátt í ýmsum viðburðum næstu daga.  Förum með kajaka og leyfum fólki að prófa.

Fimmtud. 17. júní Andapollurinn á Reyðarfirði, frá kl 16 
Í framhaldi af hátíðardagskrá við grunnskólann á Reyðarfirði.  Andapollurinn er lokaður og öruggur fyrir krakkana að fá að prófa.  Aðgangur ókeypis
Umsjón Pálmi


Frá kvöldvöku Kaj á Mjóeyri

Þriðjud. 22. júní Mjóeyri á Eskifirði, frá kl 21
Í tengslum við "á fætur í Fjarðabyggð" sem er átak til að hvetja fólk til að fara út og hreyfa sig.  Verðum við með kynningu á sportinu hjá Sævari og Berglindi á Mjóeyri og kostar 500 kr að fá að fara á kajak.  Höfum verið á Mjóeyri undanfarin 2 ár, stefnir í skemmtilegt kvöld á Mjóeyri með lifandi tónlist.
Umsjón Ari


Félagar eru hvattir til að koma og taka þátt í þessum viðburðum

14.06.2010 23:12

Félagsróður og góð heimsókn

Landsbankastjórinn á Norðfirði Hjörvar Jensson heimsótti Kaj á félagsróðrarkvöld og færði klúbbnum 150. þúsund kr. gjöf til uppbyggingar félagsaðstöðunnar.  Fjármunirnir eru kærkomnir á þessu uppbyggingatímabili og munu nýtast vel.  Landsbankanum eru hér með færðar kærar þakkir fyrir gjöfina sem mun nýtast vel.

Myndir frá félagsróðri s.l. mánudag teknar af Bergþóri ljósmyndara á ísfisktogaranum Hrafni nafnlausa GK.


Arnar og Ari

Bjarki Rafn

11.06.2010 12:07

Félagsróður

Mánudaginn 14. júní verður félagsróður frá félagsaðstöðu, mæting kl. 20 í kirkjufjörunni Norðfirði.

04.06.2010 21:21

sjómannadagshelgi . . .

Í tilefni hátíðahalda munu félagar í Kaj á vera meið félagsaðstöðuna opna á laugardeginum frá 12:30-14.

Leyft verður að fara á kajak gegn 500 kr gjaldi neðan Kirkjufjörunnar.  Félagar eru hvattir til að taka þátt.


  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker