Færslur: 2011 Mars

27.03.2011 21:00

Manser og Skinstad lagðir af stað

Riaan Manser og Dan Skinstad fóru í dag af stað frá Húsavík.  Hægt að fylgjast með ferðum þeirra á SPOT tæki þeirra.  Þeir róa á svokölluðum "sit on top" tveggja manna kajak, en þannig opnir kajakar eru mjög algengir í Suður Afríku.  Fréttaveita www.640.is segir af brottför þeirra.

16.03.2011 12:06

Hringinn í kringum Ísland

Nú í mars hefst kajakleiðangur Riaan Manser og Dan Skinstad umhverfis Ísland á tveggja manna kajak.  Félagarnir eru frá suður Afríku, en heimasíða leiðangursins er að finna hér www.riaanmanser.com.  Leiðangurinn hefur vakið nokkra athygli erlendis enda Riaan heimsfrægur fyrir ævintýraferðir sínar, en hann var fyrstur manna til að hjóla hringinn í kringum Afríku og róa á kajak umhverfis Madagaskar.

Áætlað er að leiðangurinn hefjist á Húsavík, en þeim mun fylgja eftir kvikmyndatökulið sem taka upp ferðir þeirra en áætlaðir eru 4 mánuðir í ferðalagið.  Riaan styður góðgerðarsjóð "No food for lazy man trust" sem safnar fé til kaupa á íþróttabúnaði fyrir skólabörn í Afríku.

Spurning hvernig þeim mun reiða af þar sem allt aðrar aðstæður eru í Afríku en á Íslandi.  Eins hefur enginn kajakleiðangur við Ísland hafist að vetrarlagi, en allra veðra getur verið von.
Hér er frétt um ferðina á www.visir.is 

Þeir félagar hafa boðað komu sína til Kaj og áætla að halda fyrirlestur um ferðir sínar þegar þeir verða komnir á Austfirðina og fá jafnvel einhverja til að róa með sér hluta leiðarinnar. 

Riaan mun halda fyrirlestur um hringferð sína um Madagskar fimmtudaginn 17. mars í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 19:30.   

13.03.2011 15:39

Sundlaugaræfing 20. mars

Næsta sundlaugaræfing í Norðfjarðarlaug verður sunnudaginn 20. mars kl 18. Bátar og búnaður á staðnum
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker