Færslur: 2011 Júní

14.06.2011 16:12

Dagskrá Kaj framundan

Þriðjudagskvöldið 14. júní - kl 20  Félagsróður frá aðstöðunni á Norðfirði

Föstudagurinn 17. júní
- kl 16-18 Andapollurinn á Reyðarfirði, í tengslum við 17. júní hátíðarhöld í Fjarðabyggð. 

Þriðjudagurinn 21. júní
- kl. 19.  Breiðavíkurbót innan við Borgarhól út með sunnanverðum Reyðarfirði í tengslum við gönguviku í Fjarðabyggð. 


Frá gönguviku á Mjóeyri Eskifirði

13.06.2011 09:54

Að loknum Agli Rauða . . .

Þá er Agli Rauða lokið.  Námskeið og fyrirlestrar gengu vel og ágætis mæting.

Úrslit úr Spettróðri

Karlar
Þorsteinn Sigurlaugsson Valley Rapier 0:49:32
Ari Benediktsson Valley Nordkapp 0:57:93
Bjarki Rafn Albertsson Kajaksport Viviane 0:59:84
Pétur Már Hjartarson 1:03:75
Júlíus Albertsson www.kajaksmidjan.net 1:04:23
Reynir Svavarsson Hassle Explorer 1:07

Konur
Helga Hrönn Melsteð NDK Explorer 1:10:84
Hrefna Ingólfsdóttir NDK Romany 1:17:19

Unglingar 16 ára og yngri
Gylfi Páll Gíslason Capella 1:22:09
Trausti Þorsteinsson NDK Romany1:22:09
Helgi Steinar Júlíusson www.kajaksmidjan.net 1:25:62
Arnar Snær Bjarkason Hassle explorer 1:48:06

Veltukeppni
Þorsteinn Sigurlaugsson
Ari Benediktsson
Bjarki Rafn Albertsson
Reynir Svavar
Pétur Már Hjartarsson

06.06.2011 09:32

Egill rauði symposium 10-13. júní 2011

Sjókajakmótið Egill rauði 2011 verður haldinn hvítasunnuhelgina, 10-13. júní.  Mótsstaðurinn er félagsaðstaða Kaj í Kirkjufjörunni á Norðfirði.  Dagskrá er HÉR.

Skráning kayakklubburinn@gmail.com

Í boði verður ýmislegt fyrir áhugasama, byrjendur og lengra komna.  Tilvalið tækifæri til að kynnast kajakíþróttinni.  Í boði verður ýmislegt s.s.  námskeið á kajak á sjó og í sundlaug, fyrirlestrar, sprettróður, veltukeppni og róðrarferðir.  Undanfarin ár hafa keppnirnar verið á sunnudeginum, en verða nú á laugardeginum.  

Frá Agli rauða 2010, Pétur, Pjetur, Lárus og Guðbjörg við æfingar í reipafimi, á pallinum sitja þreyttir ræðarar í kvöldsólinni.

04.06.2011 09:51

sjómannadagshelgi

Félagar í Kaj ætla að opina félagsaðstöðuna á Norðfirði laugardaginn 4 júní frá 12.30 og leyfa fólki að prófa kajak, 
kostar 500 kr. 

Mynnum á sjókajakmót Egils rauða á Norðfirði næstu helgi 10 til 13 júní.01.06.2011 09:07

Chris Duff - Skotland - Ísland

Chris Duff sem réri ásamt Shawnu og Leon kringum Ísland árið 2003 er að undirbúa að róa frá Skotlandi til Íslands um Orkneyjar, Shetlandseyjar og Færeyjar.  Hann er að þessu sinni á róðrarbát sem hann hefur útbúið til að geta róið á opnu úthafi.  Chris hefur farið fjölda leiðangra um heiminn á kajak, en þetta er fyrsti leiðangur hans á róðrarbát.  Stefnir Chris á að leggja af stað í síðasta lagi frá John O'Groat þann 15. júní.  Hægt er að sjá meira um ferðina á heimasíðu Chris með því að smella HÉR

Ef allt gengur vel áætlar Chris að ljúka ferðinni í endaðan ágúst við félagsaðstöðu Kaj, á Norðfirði.


Mynd frá 2003 við félagsaðstöðu Kaj, daginn sem Leon Shawna og Chris kláruðu hringinn í kringum Ísland.
  • 1
Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 269
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1007275
Samtals gestir: 160325
Tölur uppfærðar: 13.12.2017 20:49:47

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker