Færslur: 2012 Maí

31.05.2012 12:25

Chris Duff

Chris Duff sem réri hringin í kringum Ísland árið 2003 ásamt Shawnu og Leon er nú að sæta lagi í Færeyjum til að róa til íslands á sérútbúnum róðrarbát.  En Chris situr af sér norðanáttir við Þórshöfn í Færeyjum.   Hann ætti að geta verið 5 daga á leiðinni, en það er háð veðri og vindum hversu hratt hann kemst yfir.  Hann hefur nú þegar róið frá Skotlandi - Shetlandseyja og til Færeyja, en lengsti leggurinn til Íslands er eftir.  Hann á fyrir höndum erfiða sjóleið, eða um 250 mílur.  Chris stefnir á að ljúka ferðinni á Norðfirði við félagsaðstöðu Kaj, ef allt gengur eftir nú í júní.

Sjá nánar heimasíðu Chris um ferðalagið
http://www.olypen.com/cduff/Frames.html

29.05.2012 23:43

Egill rauði 2012

Komnar inn myndir frá Agli rauða nú um Hvítasunnuhelgina, sjá fleiri myndir undir myndaalbúm.  Fjöldi fólks, börn og fullorðnir, byrjendur og lengra komnir sóttu mótið sem tókst vel, enda frábært veður.

Óskar og Ellert, frá veltuæfingum á Agli rauða

Halli og Pálmi

Júlíus með strákana sína og bátana sem hann hefur smíðað, sjá www.kajaksmidjan.net


Frá kajaknámskeiði

Pálína að laga dúið

10.05.2012 13:39

Egill Rauði 2012

Egill Rauði verður haldinn um hvítasunnuhelgina 26. maí nk.

Æfingar í sjó og sundlaug, róðrarferðir ofl.  Mótssvæðið er í Kirkjufjöru þar sem félagsaðstaða Kaj er á Norðfirði.  Möguleiki er að fá afnot af búnaði sem til er á staðnum.

Byrjum kl 10, en mæting er við félagsaðstöðu Kaj í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju.  Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.Tilvalið fyrir byrjendur að stíga sín fyrstu skref, eða fyrir lengra komna.


Skráning á námskeið og nánari upplýsingar  kayakklubburinn@gmail.com ,

eða Ari í 863 9939

 

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker