Færslur: 2012 Júlí

21.07.2012 02:41

Þoka,Síld og Hvalir

Snilldar kajakferð í Norðfjarðarflóa.  Halli, Ægir, Helga, Ellert, Steini, Pálmi, Ari og Chris Duff.


Mynd tekin í fjöruborðinu við Hellisfjarðarnes. Þykk síldarvaða.

Gataklettur Hellisfjarðarnesi, mynd tekin kl 00 kajakræðarar að skoða síldarvöðu

Steini og Chris

Halli

05.07.2012 15:25

Félagsróður

Félagsróður kl 19 á mánudaginn 9. júlí  mæting í kirkjufjöru Norðfirði við félagsaðstöðu Kaj.  Fyrstir koma fyrstir fá . . . kajaka

04.07.2012 11:17

Á árabát til Íslands

Ræðarinn Chris Duff, sem er frá Port Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna er enn að bíða í Færeyjum eftir að fá sunnanáttir til að geta lagt í 250 mílna ferð til Íslands.  Í fyrra réri hann frá Skotlandi til Færeyja en náði ekki að róa til Íslands vegna þrálátra norðanátta.  Áætlar Chris að ferðin til Íslands geti tekið um 7 daga.  Norðanáttirnar í ár hafa líka hindrað að hann hafi getað lagt af stað.

Chris stefnir á að enda ferð sína í félagsaðstöðu Kaj á Norðfirði ef allt gengur eftir.  Chris réri hringinn í kringum Ísland á kajak árið 2003 ásamt Shawnu og Leon.  Í lok þeirrar ferðar vann Chris að endurbótum á gamla sjóhúsi Kaj á Norðfirði í um viku tíma í sjálfboðavinnu.

Hér er að finna Grein um ferð Chris, og hér er síðan hans um ferðina www.olypen.com/cduff


Leon, Shawna og Chris réru hringinn kringum Ísland árið 2003, við félagsaðstöðu Kaj í lok ferðar

03.07.2012 14:53

Styrkveiting til Kaj

Í tilefni af 80 ára afmæli Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað þann 2. júlí s.l. voru veittir styrkir til ýmissra verkefna í Neskaupstað, en þeir nema samtals um 80 milljónum króna.

Kajakklúbburinn Kaj fékk afhentan höfðinglegan styrk frá SÚN sem er ætlaður til að innrétta í Þórsskúr, en utanhúsfrágangi á félagsheimili klúbbsins er nærri lokið.

SÚN hefur í gegnum tíðina stutt myndarlega uppbyggingu kajakklúbbsins.   

Kajakklúbburinn Kaj þakkar SÚN innilega fyrir höfðinglegt framlag.  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker