Færslur: 2006 Janúar

29.01.2006 21:24

Félagsóður, átveisla og videokvöld

Ekki leit vel út með sjóveður þegar suðurfjarðaarmur kayakklúbbsins var mættur í fjöruna við félagsaðstöðuna á Norðfirði, því nokkur alda var og sterk suðvestanátt.  Samt ákveðið að bleyta í, sem var náttúrulega það eina rétta í stöðunni.   Lagt var af stað kl 13 og róið í Hellisfjörð og komið við í hellum út með Búlandi og lent við skipsflakið á Sveinsstaðaeyri í Hellisfirði og minjar hvalstöðvarinnar skoðaðar.  Hagstæðar suðvestan rokur feyktu okkur út úr Hellisfirðinum og vorum við komin að landi kl 16.   Til að losa sig við seltuna var henst í sundlaugina og heitapottinn. 

Dagurinn var toppaður á Blómsturvöllum með átveislu og videokvöldi þar sem horft var á "THIS IS THE SEA 2"

Sýnikennsla í því hvernig á ekki að fara í bátinn.... hehehe

Félagsróðurinn fóru þetta skiptið:

Óskar Þór

Helga Melsteð

Ingólfur F.

Bjarki R.A.

Pjesta

Ari Ben

23.01.2006 15:41

Róður og rafmagn

Farinn var sunnudagsróður í sterkri suðvestanátt inn Norðfjörð og ljúft lens til baka, aðeins 2 ræðarar á ferð.  Í framhaldi var haldið áfram við að standsetja sjóhús klúbbsins sem vonandi fer að fá á sig betri mynd.

18.01.2006 12:19

Er eitthvað til í þessu ?

After centuries of trying to answer the simple question..., 

"how many kayaks does one man need?"  

Pollsters have finally found the legitimate answer.  That answer is..

"Just one more"

02.01.2006 14:03

Gleðilegt ár

Það voru 6 ræðarar sem héldu í áramótaróðurinn þetta árið.  Gekk á með éljum og sterkum rokum, góður túr til að enda gott kayakár ...

Hjálmar, Pálmi, Pjetur, Bjarki, Óskar og Ari

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker