Færslur: 2006 Júlí

19.07.2006 02:06

Hornstrandir tókust vel

Hornstrandaferðin tókst vel þrátt fyrir lélega veðurspá og fjölbreytt veðurfar og tókst að halda nokkurnvegin áætlun.

Lagt af stað frá Norðurfirði

Það sem stendur uppúr ferðinni var að mínu mati:

Frábær sigling með Reimari á Sædísi frá Norðurfirði í Hornvík, með alla báta og búnað.

Skemmtileg ferð í gegnum öldurótið fyrir Horn.

Glæsileg tilþrif Brimgerðar í brimlendingu í Barðsvík.

Bolungarvík og góðar móttökur staðarhaldara þar, en þar er rekin dósasala og sjoppa.

Ilmandi steikur Gumma Hólm, sem skolað var niður með eðalrauðvíni.

Nálægð við rebbana við Könnu, 9stk sáust þar á vappi

Baðströndin í Þaralátursfirði

Sund og skaðraæðis blóðgandi kríur í Reykjafirði, en margir lágu eftir sárir og útskitnir.

Drangar og Drangsnes, einstaklega einangrað og hrjóstrugt.

Rigning og rok og tjaldað í vatnalandi í Engjamýri í Eyjólfsfirði, en einhverjir vöknuðu í ökladjúpu vatni í tjaldi sínu.

Lensið með öldunum og NA vindinum frá Eyjólfsfirði inn Ingólfsfjörð´

Góð ferð og góður félagsskapur frábærra ræðara

Hér eru nokkrar flottar myndir sem Kalli Geir tók HTTP://community.webshots.com/user/kalligeir

19.07.2006 01:19

Félagsróður

Góð mæting var í kvöld í félagsróðurinn, alls um 20 manns mættu og fóru að róa.

07.07.2006 14:39

Hornstrandir 2006 9-12 júlí

Kayakklúbburinn Kaj er búinn að vera að skipuleggja Hornstrandaferð frá því s.l. sumar og er dagskráin hér á eftir.  Góð mæting er, eða alls fara 15 ræðarar í ferðina allstaðar að af landinu.

07.07.2006 13:14

Sneri við vegna veðurs

Rotem fékk á sig sviptivinda þegar hún var í Norðfjarðarhorni að bíða eftir að vindur lægði.  Var svo hvasst að báturinn hennar fauk í fjörunni og valt þrjá hringi, en hún náði honum áður en hann fauk út á sjó.  Er þetta var afstaðið ákvað hún að róa aftur til Norðfjarðar og bíða veðrið af sér og gisti hún því auka nótt.  Síðast fréttist af henni í Sandvík þann 5. sl.

04.07.2006 00:49

Rotem heldur áfram ...

Rotem stefnir á að fara frá Norðfirði núna miðvikudagsmorgun.  Spáin er einhver sunnanátt, þannig að hún hefur vindinn í fangið.

03.07.2006 00:18

Sandvíkurferð

Tveir ræðarar Pálmi og Ari, fóru s.l. nótt til Sandvíkur frá Norðfirði og svo aftur til baka daginn eftir.

02.07.2006 23:39

Rotem komin á Norðfjörð

Rotem kom til Norðfjarðar um kl 16 í dag og stefnir á að gista í 2 nætur.  Nokkrir ræðarar fóru og réru á móti henni. 

01.07.2006 22:36

Rotem við Glettinganes

Þá nálgast Rotem Norðfjörð, stefnir á að vera á Norðfirði kl 17, var kl 19 í Glettinganesi sbr. tölvupóstinn frá henni:

Content preview:  HI  IM AT GLETTINGS LH N65 30 W13 36. THINK TOMORROW
 WILL BE AT NESKAUPSTADUR ABOUT 17:00 WILL CALL U. CANT READ YOUR SMS.
 ROTEM [...]

Þannig að allir sem geta eru hvattir til að koma og róa á móti Rotem, eða mæta í fjöruna 

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker