Færslur: 2009 Febrúar

20.02.2009 09:53

Steypudagur

Stór áfangi var kláraður í dag þegar sökkullinn var steyptur. Fyrsti steypubíll kom kl 9 og um hádegið var steypan komin í mótin alls 9 m3.

Guðmundur, Lulu, Hjalli, Guðbjartur, Kalli, Bjarki Maggi, Eiður, Ari og Andri.  Á myndina vantar starfsmenn Haka sem sáu um steypuna.

18.02.2009 23:44

Mótauppsláttur

Svarthamrar hafa verið að vinna í sökklunum í vikunni.  Á fimmtudag og föstudag koma 10 strákar úr Verkmenntaskólanum og hjálpa til við að klára að slá upp mótunum.  Ef allt gengur upp verður steypt eftir hádegi á föstudaginn. En samið hefur verið við Haka um steypuna.

Maggi og Eyþór frá Svarthömrum í mótauppslætti.  Bjartur fylgist með spenntur að bíða eftir að húsið komi á sinn stað.

16.02.2009 23:07

Af framkvæmdum

Ekki er mikið um róðra hjá klúbbnum þessa dagana en þess þá meira að gera í undirbúningi fyrir nýja félagsheimilið og reyndar skipuleggja viðburði sumarsins.

Um helgina var tekinn skurður fyrir sökkli hússins.  Allt efni er komið á svæðið, timbur, járn ofl frá Byko.  Í fyrramálið stefna Svarthamrar á að hefja uppslátt, en þar er Guðbjartur á heimavelli.  Ef allt gengur eftir er stefnt er á að steypa sökkulinn í lok vikunnar.

Muna síðan sundlaugaræfinguna á sunnudaginn í Norðfjarðarlaug kl 18

13.02.2009 22:55

Tillaga útlit og innra skipulag

Hér er tillaga að innra skipulagi neðri hæðar og útliti á félagsheimilinu Þórsskúr sem Pálmi hefur gert.  Nauðsynlegt að skipuleggja uppröðun inni vegna lagna sem þarf að leggja.13.02.2009 09:07

Stífing

Nemendur í tréiðn hjá Verkmenntaskólanum mættu s.l. fimmtudagsmorgun ásamt kennara og þeim Guðbjarti og Magga frá Svarthömrum, alls 13 kempur.  Skipt var liði og fór hluti hópsins að undirbúa uppslátt á sökklum og hinn hópurinn í að stífa Þórsskúr fyrir flutning.  Gekk verkið mjög vel og er húsið klárt til hýfingar, þó eftir að losa boltafestingar á fótreiminni. 

11.02.2009 10:31

Project Þórsskúr

Útlitstillögur af Þórsskúr liggja uppi á lofti í Þórsskúr ef þið hafið áhuga á að skoða. Pálmi ætlar að útbúa fleiri tillögur, út frá umræðunum á mánudag.

Bjarki sótti stálbitana á Reyðarfjörð í gær og voru þeir komnir undir húsið um miðnætti, eftir mokstur, múrbrot og stífingar.  Ómetanlegt að fá afnot af vinnuvélum MCC verktaka.  Næsta skref er stífingar hússins fyrir flutning og stefnir Verkmenntaskóli Austurlands í samvinnu við Svarthamra að byrja þá vinnu á fimmtudaginn.

Svarthamrar stefna á að byrja á grunninum í næstu viku.

07.02.2009 16:15

Sundlaugaræfing og fundur í Þórsskúr

Sunnudagur 8. feb. Sundlaugaræfing, fín mæting, hérar, eskfirðingar, mjófirðingar og seyðfirðingar mættu, handveltur og læti.

Mánudagur 9. feb
. Vinnufundur kl 1930 í fundarherberginu á efri hæðinni í Þórsskúr. Búið er að gera sökkulteikningar, útlitsteikningar og sækja um tilboð í efni endurbótanna.  Fyrir liggur að taka ákvarðanir um útlit og efnisval og skipuleggja næstu skref. Fundarstjóri, Guðbjartur Hjálmarsson byggingastjóri og meistari verksins.

05.02.2009 15:04

International Seakayak symposium East Iceland 29.-31.may 2009

This year Shawna Franklin og Leon Sommé from www.bodyboatblade.com will be attending Egil the red, international seakayak symposium.

The symposium is held on 29.-31. may 2009 by kajakklubburinn Kaj in Norðfjörður on the east coast.

The symposium is a annual event, in 2008 we had Freya Hoffmeister, Nigel Foster and Kristin Nelson attending, doing courses and giving talks in the evenings.

Further information by e-mail kayakklubburinn@gmail.com
_________________________________________________
Þetta árið koma Shawna Franklin og Leon Sommé frá www.bodyboatblade.com á Egil Rauða og munu sjá um að halda hin ýmsu námskeið fyrir okkur. Þau eru búin að bóka flugið og því öruggt að þau eru á leiðinni.

Frá Glettinganesvita sumarið 2003, að klára hringinn kringum Ísland

Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, og gert út frá félagsaðstöðu Kaj í fjörunni neðan Norðfjaraðrkirkju. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi bæði byrjendur og lengra komnir.

Föstudagur 29.maí
Félagsaðstaða KAJ í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju opin allan daginn og kaffihúsið til skrafs og ráðagerða
Róðraferð seinnipartinn fyrir áhugasama
Kvöldfyrirlestur Shawna Leon

Laugardagur 30.maí
Sundlaugartími byrjendakennsla, veltur, félagabjörgun
Námskeið Shawna Leon
Róðraferð
Kvöldfyrirlestur Shawna Leon

Sunnudagur 31.maí
Sundlaugartími byrjendakennsla, veltur, félagabjörgun
Námskeið Shawna Leon
Þyrlubjörgun
Sprettróðrarkeppni (veitir stig til Íslandsmeistara)
Veltukeppni


*Í undirbúningi er að halda BCU námskeið dagana fyrir Egil Rauða á Norðfirði. Fer eftir ásókn hvað verður í boði, hugsanlega 3star eða 4star

**Kalli Jör og Steini Seakayak eru að undirbúa straumbátahitting í kringum Egil Rauða. Gert út frá Egilsstöðum

03.02.2009 11:11

Austurland, Kajakmaður ársins 2008

Á Agli Rauða s.l. sumar fékk Óskar Þór Guðmundsson titilinn kajakmaður ársins 2007 á Austurlandi. 

 
Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi KAJ að óska eftir tilnefningum frá félögum klúbbsins um kajakmann ársins 2008. 

Sendið tilnefningu inn á kayakklubburinn@gmail.com


Stjórnin mun vinna úr tilnefningunum og taka endanlega ákvörðun um kajakmann ársins 2008.

02.02.2009 09:30

. . . af Marcus

Marcus Demuth var nú á dögunum fyrstur manna til þess að róa umhverfis Falklandseyjar.  Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess áður en ekki tekist fyrr en nú. Eyjarnar eru út af suður Ameríku og eru 776 talsins.

Marcus reyndi sl ár að róa umhverfis Ísland en það mistókst, en hann undirbýr að reyna aftur að fara umhverfis Ísland í sumar og hefur boðað komu sína í félagsaðstöðu KAJ 29. júní til að halda myndasýningu. 
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker