Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 17:17

Stóra stundin fimmtudaginn 2. apríl

Á miðvikudag 1.apríl (ekki gabb) er vinnudagur í undirbúningi flutnings, margar hendur vinna létt verk allir velkomnir að hjálpa en nokkrar kempur hafa þegar boðað komu sína.

Á fimmtudag, 2. apríl, rennur stóra stundin upp, hýfing og flutningur og gott ef sem flestir sæju sér fært að taka þátt.  Hýfingastjóri er Rikki hjá Grænafelli á Reyðarfirði.  Gæti seinkað fram á laugardag, en vonast er til að þetta klárist á fimmtudaginn.

S.l. laugardag tóku Pálmi, Ingólfur og Eyþór skurk í undirbúning í Þórsskúr. Flutningurinn um 560 m leið frá Neseyri í Kirkjufjöru er merktur með gulum ferli.

Fyrir flutning
Saga loftnet
Stífa burðarbita, sjóða stýfingar svo bitar velti ekki
Klára stýfingu - borvél - skrúfur
Semja við lögreglu og Fjarðabyggð um flutning og lokanir

Undirbúningur
Lyftara fyrir herðatré 
Kaðla 2 x 10m 
Söndun hálkueyðing?
Brotvélar - steinsög - sverðsög - slípirokkur - rafmagnssnúrur

Festing hús losun stífinga
Steinborvél - steinborar - boltar + lím
Skrúfborvélar - slípirokkur með skurðaskífum losa stífur

26.03.2009 16:21

Flutningur eftir helgina

Þá er það ljóst að ekki verður flutt um helgina.  Búið að aflétta þungatakmörkunum en kranabíllinn frá Grænafell er fastur í öðrum verkefnum. 

Stefnt á hýfingu fyrripart næstu viku.  Setjum inn nýjar upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

24.03.2009 11:55

Flutningsdagur

Flutningsdagur Þórsskúrs nálgast.  Vonumst til þess að það geti orðið n.k. föstudag 27.mars eða um helgina.  Það er þó margt sem þarf að ganga upp svo það gangi eftir.  Kraninn er á Reyðarfirði en þungatakmarkanir eru á Oddskarði, flutningsvagninn þarf að vera laus og þyngingar fyrir kranabílinn þarf að flytja sérstaklega á Norðfjörð.  Setjum hér inn upplýsingar þegar dagsetning liggur fyrir og vonandi að sem flestir geti tekið þátt í þessu með okkur.  Það er


Gamli Þórsskur situr á Neseyri og bíður að vera fluttur

23.03.2009 11:09

Undirbúningi lokið

Góður skurkur var tekinn um helgina í flutningsundirbúningi.  Og er ekki margt eftir að gera fyrir flutninginn.

Þetta var gert:
-Einangra og fylla í húsgrunninn.  
-Pallurinn fíni sem smíðaður var í fyrra var sagaður niður til að hægt væri að koma að gröfunni og grafinn lagnaskurður fyrir ídráttarrör og drenlagnir.  
-Ídráttarrör fyrir rafmagn og vatn lagt frá væntanlegu lagnarými í Þórsskúr og brotin leið fyrir lagnirnar inn í bátageymslur. 
-Jarðvegsþjappa notuð til að þjappa efnið í grunninum.
-Grafa fyrir burðarbitum í grunni. 
-Naglhreinsa og ganga frá mótatimbri.

Vinnuþjarkar : Laugardagur- Pjetur, Andri, Egill og Bjarki, Sunnudagur- Ingólfur, Helga, Óskar, Egill, Andri, Bjarki og Ari, Mánudagur- timburburður, Hjalli J., Jóhann P. og Egill


Grafan að fylla í grunninn

20.03.2009 22:51

vinnuhelgi

Föstudagur Steini, Eiður, Bjarki og Ari kláruðu að hreinsa utanaf sökklinum.  Moka þurfti slatta af snjó og voru notaðar skóflur og grafa til þess.  Hluti malarefnisins er komið í sökkulinn.  Steini tók allan daginn frá í þetta.

Verkefni helgarinnar er m.a. að fjarlægja og naglhreinsa timbur svo hægt sé að klára jarðvinnu í sökkli.  Leggja ídráttarrörin ofl. leggja einangrun í sökkul ofl.

19.03.2009 10:01

Flutningar

Stefnt er á flutning Þórsskúrs í næstu viku ef allt gengur upp.  Eiður og Andri hafa í vikunni losað eitthvað af mótatimbrinu af sökklinum.  Byrjum að vinna í því á föstudag að gera klárt, en þá stefnir Steini frá Egilsst á að vinna í grunninum aðstoð vel þegin. 

Vinnuhelgi verður um helgina við að undirbúa flutninginn. 

Verkefni
-losa mótatimbur af sökkli, hreinsa ganga frá
-slíta mótatengi, töng á staðnum
-einangrun á innveggi,
-leggja ídráttarrör
-saga niður loftnet
-fylla efni í sökkul, gröfuvinna

Á þessu ári er merkur áfangi í sögu hússins sem kennt er við útgerð vélbátsins Þórs, en húsið verður 80 ára í ár.  Samkvæmt því sem við best vitum er húsið er byggt árið 1929 eða á sama ári og Neshreppur fékk kaupstaðarréttindi og fékk nafnið Neskaupstaður. 

15.03.2009 23:09

Vinnudagur

Eftirfarandi var gert í dag: 

Brotvélar brutu og losuðu sökkulbolta þannig að Þórsskúr er nú laus frá sökklinum.

Mokaður var snjór frá nýja sökklinum og er búið að losa steypumótin af suðurhlutanum og hluta af hinum hliðunum. Nokkur vinna er eftir í að losa það sem eftir er af mótunum og verður það vonandi hægt að gera í vikunni, þannig að þeir sem eiga lausan tíma, endilega grípa hamar eða kúbein og losa timbur.

Húsið verður flutt við fyrsta tækifæri og líklega innan næstu 2ja vikna.

Góður vinnudagur í frábæru veðri unnið frá 10:30-17:30,  Andri, Ari, Bjarki, Daði, Hjálmar J., Guðjón, Pálmi og Sveinn G. 

14.03.2009 09:44

Undirbúningur flutnings

Það er komin þrýsitngur á okkur varðandi flutninginn á Þórsskúr og breytir það þeim áformum okkar að allri lagnavinnu verði lokið áður en húsið fer á sinn stað. Þónokkur snjór er á svæðinu sem gerir okkur erfitt fyrir en með samstilltu átaki ætti að vera hægt að gera þetta þrátt fyrir snjóinn

Þau verk sem eftir er er að klára að
-brjóta festingarnar sem halda húsinu
-skera niður loftnetin
-taka mótin utanaf sökklinum.
-fylla að sökklunum
-grafa fyrir bitunum ofaní sökklinum

Stefnum á vinnudag á morgun Sunnudag, byrjum klukkan 11

06.03.2009 13:07

Sunnudagur - fundur og æfing

Fundur og veltuæfing nk. sunnudag kl 18 í Norðfjarðarlaug. 

Setjumst yfir teikningarnar af Þórsskúr og tökum ákvarðanir um næstu skref framkvæmda.  Gluggaútlit, innra skipulag, lagnir ofl.

Endilega mætið og takið þátt í þessu skemmtilega verkefni.

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker