Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 08:50

Félagsróður

Félagsróðrar eru mánudagar kl 20 út frá félagsaðstöðu KAJ Norðfirði í sumar nema annað sé tekið fram hér á heimasíðunni.

28.06.2009 00:30

Myndir úr slippnum

Nokkrar nýjar slippmyndir eru komnar inn í slippalbúmið.

23.06.2009 13:07

Mjóeyri Eskifirði

Allir eru velkomnir á Mjóeyrina á Eskifirði n.k. þriðjudagskvöld þann 23.júní.  En það verður hægt að prófa kajak undir leiðsögn.  Kajakklúbburinn verður með kynningu á starfsemi sinni kl 21.    Heppnaðist ótrúlega vel á Mjóeyri í fyrra en þá fór mikill fjöldi fólks á kajak á.   Stefnir í skemmtilegt kvöld, því um leið verður lifandi tónlist í rauðahverfinu á Mjóeyrinni.
Frá Mjóeyri í fyrrasumar

20.06.2009 08:59

Landsmót Akureyri, kappróður

Landsmót UMFÍ er á Akureyri 8-12 júlí, www.landsmotumfi.is .  Siglingaklúbburinn Nökkvi sér um sjósportið, þ.e. siglinga og kappróðurshlutann.  Áhugasamir geta sett sig í samband við Rúnar Þór formann Nökkva http://nokkvi.iba.is .  Í boði er fyrir keppendur húsnæði frítt til afnota, skátaheimilið Hvammur á Akureyri rétt við Nökkva en þar er aðstaða til að elda sér og komast í bað. Einnig verður hægt að tjalda á flötinni neðan við Hvamm og hafa afnot af snyrtingum. Í kajakkappróðri verður keppt í tveimur greinum, langróðri og sprett. Ekki er búið að festa dagsetningar en það fer eftir skráningu hvernig allt verður.

09.06.2009 10:55

Félagsróðrar og þak

Félagsróðrar eru á mánudögum í sumar kl. 20.  Næsti félagsróður verður mánudaginn 15. júní.

Næsta verkefni í félagsaðstöðunni er að skipta um þak á Þórsskúrnum og fá betra útlit á húsið.  Járnið og pappinn er til staðar en eftir er að rífa gamla járnið af.  Byrjum í þessari viku að taka þetta ljóta ryðgaða blá af þakinu sem heldur hvorki vatni eða vindi.  Margar hendur vinna létt verk, endilega dustið rykið af hamrinum.


Frá sunnudeginum á Agli rauða, ef vel er að gáð sést Ingólfur Finnsson í vígahug að sveifla árinni.

05.06.2009 10:31

Hringinn kringum Ísland

Gísli Friðgeirsson kajakklúbbnum í Reykjavík lagði af stað 1. júní í ferð umhverfis Ísland. Hann er nú kominn í Breiðafjörð.  Örugglega margir sem eiga eftir að róa með Gísla hluta ferðar hans. 

En Gísli er víst ekki eini hringfarinn þetta árið, bandarísk kona Margret frá New York er einnig að fara hringinn.  Hún ætlaði upprunalega að fara með Marcus Demuth sem hætti síðan við og er hún því ein á ferð.  Hún hefur VHF, gervihnattasíma og EPIRB sem neyðartæki.  Lagði Margret af stað nokkrum dögum á eftir Gísla og rær á bát frá www.seakayakiceland.com

Spennandi verður að fylgjast með ferðum þessara ræðara og vonandi að þeim gangi vel.

01.06.2009 21:52

Agli Rauða Lokið

Þá er Agli rauða lokið, vel heppnuð helgi búin. Góð þáttaka var á mótinu og tókst vel til í alla staði.  Shawna og Leon halda aftur til bandaríkjanna á þriðjudaginn.

Spennandi viðureignir áttu sér stað í sprettróðrinum, í unglingaflokki vann Pétur Hjartarson frá Egilsstöðum, í kvennaflokki vann Shawna Franklin og í karlaflokki vann Ólafur Einarsson en hann er íslandsmeistari í kappræðri á kajak og mætti sérstaklega í keppnina á sunnudeginum.  Pálmi Benediktsson frá Reyðarfirði tapaði veltumeistaratitlinum til Magnúsar Sigurjónssonar frá Reykjavík.

Frá Body Boat Blade námskeiði Shawnu og Leon um helgina

Sprettróður úrslit 
 

Kvennaflokkur
Nafn Bátur Mældur tími Sæti  
Shawna M. Franklin Kirton 00:59,2 1 Orcas eyja USA
Helga Hrönn Melsteð NDK Explorer 01:13,7 2 Breiðdalsvík
Rita Hvönn Traustadóttir NDK Explorer 01:13,9 3 Egilsstöðum
Hrefna Ingólfsdóttir NDK Romany 01:18,8 4 Breiðdalsvík
Erla Ólafsdóttir Qajaq Kitiwec 01:19,8 5 Reyðarfirði
Erna Jónsdóttir Necky 01:29,3 6 Egilsstöðum
Úrslit
Nafn Bátur Mældur tími Sæti  
Shawna M. Franklin Kirton 00:54,1 1 Orcas eyja, USA
Helga Hrönn Melsteð NDK Explorer 01:09,4 2 Breiðdalsvík
Rita Hvönn Traustadóttir NDK Explorer 01:11,8 3 Egilsstöðum
Hrefna Ingólfsdóttir NDK Romany 01:15,4 4 Breiðdalsvík
Drengir, 16 ára og yngri
Nafn Bátur Mældur tími Sæti  
Pétur Hjartarson Venture 01:04,7 1 Egilsstöðum
Guðjón Björn Guðbjartsson NDK Explorer 01:05,2 2 Norðfirði
Ólafur Tryggvi Þorsteinsson NDK Explorer 01:10,7 3 Egilsstöðum
Sigurbergur Jóhannsson NDK Romany 01:10,7 4 Norðfirði
Trausti Þorsteinsson NDK Explorer 01:21,3 5 Egilsstöðum
Úrslit
Nafn Bátur Mældur tími Sæti  
Pétur Hjartarson Venture 01:04,9 1 Egilsstöðum
Guðjón Björn Guðbjartsson NDK Explorer 01:07,4 2 Norðfirði
Ólafur Tryggvi Þorsteinsson NDK Explorer 01:09,8 3 Egilsstöðum
Sigurbergur Jóhannsson NDK Romany 01:11,2 4 Norðfirði
Trausti Þorsteinsson NDK Explorer 01:21,2 5 Egilsstöðum
Karlaflokkur
Nafn Bátur Mældur tími Sæti  
Þorsteinn Sigurlaugsson Rapier 00:45,4 1 Egilsstöðum
Ólafur Einarsson Ocean X 00:45,6 2 Reykjavík
Björn Stefánsson SeaWolf 00:52,7 3 Eskifirði
Óskar Þór Guðmundsson Lettmann 00:54,5 4 Fáskrúðsfirði
Ari Benediktsson Nordkapp 00:55,7 5 Norðfirði
Gunnar Ingi Qajaq Aquanaut 00:56,0 6 Reykjavík
Pjetur Arason NDK Explorer 00:59,0 7 Norðfirði
Andri F. Traustason NDK Explorer 01:00,2 8 Norðfirði
Halldór Björnson Rapier 01:01,8 9 Egilsstöðum
Ingólfur Finnson NDK Explorer 01:02,3 10 Breiðdalsvík
Hörður Kristinsson NDK Explorer 01:03,6 11 Reykjavík
Kristinn Harðarson Explorer 01:04,3 12 Egilsstöðum
Hjörtur Jóhannsson NDK Explorer 01:15,7 13 Egilsstöðum
Úrslit
Nafn Bátur Mældur tími Sæti  
Ólafur Einarsson Ocean X 00:46,7 1 Reykjavík
Þorsteinn Sigurlaugsson Rapier 00:47,0 2 Egilsstöðum
Björn Stefánsson SeaWolf 00:54,4 3 Eskifirði
Óskar Þór Guðmundsson Lettmann 00:55,2 4 Fáskrúðsfirði

01.06.2009 21:33

Kajakmaður ársins 2008

Kajakmaður s.l. árs er Bjarki Rafn Albertsson.  Bjarki er vel að titlinum kominn.  Hann auk þess að vera góður ræðari þá var hann iðinn við að mæta á félagsróðra og á stóran þátt í uppbyggingu kajakíþróttarinnar á Austurlandi.
Kajakmaður ársins í forgrunni á stærsta fleyi flotans í einni af raðróðrarferðnni hringinn í kringum Ísland

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker