Færslur: 2009 Ágúst

13.08.2009 09:13

Af Margaret ...

Margaret fór frá Hornafirði þann 9. ágúst og í morgun kom OK signal frá spot tækinu frá ströndinni neðan við Kirkjubæjarklaustur.   Hún er með spot tæki KAJ, sendir ok merki áður en hún leggur af stað á morgnana.  Hægt að smella á link staðsetningartækis Kaj hér til hægri undir fréttir og upplýsingavefir.   Lítur út fyrir að Margaret nái að klára hringinn með þessu áframhaldi, en hún hefur nýtt tímann á ferðinni kringum landið í að fara í fjallgöngur og skoða landið. 

07.08.2009 00:09

Af þaki og hringförum

Stór dagur var í dag í Þórsskúrsvinnunni, unnið frá 9- 21:30 neglt upp þak, pappað og járnið komið á. Þannig að nú er þakið hætt að leka.  Vinnumenn Pjetur, Óskar, Einar Eyst., Sigurður Friðjóns, Hjálmar J., Ari og Benti. 

Margaret lagði af stað frá Breiðdalsvík og áfram suðureftir.  Þarf líklega að bíða af sér veður suðurfrá.  En nú er daginn farið að stytta og þarf að huga vel að því við suðurströndina að lenda ekki í myrkri og brimlendingum. 

03.08.2009 23:55

Margaret Round Iceland 2009

Margaret Mann frá New York lagði af stað frá Norðfirði í morgun 3. ágúst, en hún er búin vað vera á Norðfirði síðan 26.júlí.  Hún stefnir á að gista á Breiðdalsvík í nótt en Ingólfur og Helga munu taka á móti henni. 

Nokkuð mikill leki var á bátnum og gamlar viðgerðir sem þurfti að laga.  Óskar kajaklögga og bátahandlari tók tvo daga í það að skera, pússa, trefja og gelcoata bátinn.  Einnig var skeggið lagað en vírinn var boginn.  

Bátasmiðurinn að verki, trefjun og tvær umferðar af gelcoatun eftir

Margret ánægð með lagfæringar á fleyjinu sem hún kallar blettatígur, vegna allra viðgerðanna sem eru á honum
Eftir að Margaret fór fyrir Langanes gisti hún í 3 nætur á Bakkafirði, þaðan fór hún í Brúnuvík og áfram til Norðfjarðar. 

Margaret er ekki búin að vera eins heppin og Gísli með veðrið, t.d frá því hún fór frá Húsavík eru norðanáttir búnar að vera ríkjandi, blautt og heldur kalt.

  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker