Færslur: 2011 Apríl

16.04.2011 17:00

Björgunaræfing

Félagsaðstaða Kaj Norðfirði kl 9:30 laugardaginn 17. apríl.  Björgunaræfing fyrir félaga í Kaj, veltur ofl.  

Frá Gerði Barðsnesi 16. apríl, séð frá hægri, Dalatangi, Mjóifjörður, Nípa, Norðfjörður, Hellisfjörður og Viðfjarðarnes.  Hvalagengd mikil í Norðfjarðarflóa undanfarna daga, en auðvelt  er að nálgast hvalina á kajak.

13.04.2011 09:12

Farfuglar

Ben og Danielle frá Sviss komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær,  Þau fóru í morgun frá félagsaðstöðu Kaj og ætla að róa til Sandvíkur og gista þar eina nótt og koma til baka til Norðfjarðar á morgun og halda áleiðis keyrandi til Reykjavíkur.  Annars eru þau á leið til Grænlands og freista þess að koma bátunum með skipi/flugi þangað.  Búin að koma víða við á ferðalagi sínu.  Hægt að fylgjast með ferðum þeirra hér á www..sportadventures.com.  Þau ætla að róa með suðurströnd Grænlands upp til Diskó flóa.  
Þau lærðu á kajak hjá NDK í Holyhead í Whales og hafa farið nokkrum sinnum á Symposium þar, en það er tvímælalaust einn besti skóli sem hægt er að sækja til að læra á sjókajak, hvað varðar tækni, strauma, ofl. 


Bíllinn og bátarnir þeirra sem eru NDK explorer high volume og pilgrim expedition
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker