Færslur: 2011 Maí

10.05.2011 08:42

Riaan og Dan round Iceland

Félagarnir Dan og Riaan voru búnir að boða komu sína kl 20, en mættu ekki fyrr en kl 22 en þá voru flestir sem mættu á fyrirlesturinn farnir heim.

Fróðlegt að hitta á þá félaga Dan og Riaan og fá frá þeim lýsingar á ferðalaginu hingað til. Eins atvikinu sem var um 2 km norðan við Gletting þegar þegar þeir urðu viðskila og hversu litlu mátti muna að illa færi.

Lendingin í Vöðlavík var á þann veg að mikið brim var í víkinni, en þeir lentu á réttum stað, í NA krók víkurinnar. Mikil þoka er búin að vera hér fyrir austan og var skyggni lítið í lendungunni. Myndavélar og spottækið hreinsuðust af dekkinu og týndist í briminu. Spot tækið búð að liggja í sandinum í fjörunni í alla nótt og ætla þeir að leita af því í dag ætti að vera auðvelt að finna það. 

Ætla að eiga frí í dag og freista að fá flugtíma með þyrlu sem er að vinna við snjóflóðagirðingar í fjallinu á Norðfirði. Næsti leggur er Vöðlavík Breiðdalsvík og stefna á að vera komnir á Hornafjörð innan 5 daga.

09.05.2011 11:30

Heimsókn Hringfara

Riaan Manser og Dan Skinstad hafa dvalið undanfarna daga á Skálanesi við Seyðisfjörð.  Lögðu upp frá Skálanesi nú í morgun og lentu í Vöðlavík í dag um kl 17.

Þeir ákváðu með stuttum fyrirvara að heimsækja Kajakklúbbinn Kaj á Norðfjörð í kvöld og halda fyrirlestur.  Höfðu reyndar áður en þeir komu til landsins boðað komu sína með fyrirlestur fyrir kajakfólk á Austurlandi.

Stefnum á að hittast í húsi björgunarsveitar Gerpis sem er um 100 m austar en félagsaðstaða Kaj þar sem unnið er að endurbótum á Þórsskúr félagsaðstöðu klúbbsins.

Mæting í kvöld kl 20 í fundarsal Gerpis

Allir velkomnir

06.05.2011 09:02

Grænlandsfarar

Þau Daniela og Ben sem heimsóttu Kaj á dögunum komust loksins með flugi til Grænlands með bátana sína og eru að róa á suðurströnd Grænlands, hægt er að fylgjast með ferðum þeirra hér:SPOT tæki og ferðasaga

05.05.2011 11:11

Kajaksmiðja . . .

Stofnuð hefur verið kajaksmiðja á Austurlandi, en þar býður Júlíus Albertsson frá Reyðarfirði fram aðstoð sína við að smíða kajaka og kanó, eins við að panta aukahluti á bátana.  Sett hefur verið saman heimasíða Kajaksmiðjan.net.  Júlíus er félagi í Kaj og hefur í vetur smíðað báta sem eru samsettir úr krossvið og trefjum. Aukahlutir svo sem lúgur, sæti, fótstig er frá finnska fyrirtækinu kayaksport.com. Spennandi verður að sjá hvernig bátarnir virka.  

Bátarnir frá Kajaksmiðjunni munu verða til sýnis á sjókajakmóti Egils rauða sjókajakmóti um hvítasunnuhelgina 10-13.júní.


Mynd Júlíus af fyrsta bátnum úr kajaksmiðjunni
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1006943
Samtals gestir: 160269
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:37:01

Upplýsingar

Nafn:

Kajakklúbburinn Kaj

Farsími:

863 9939

Afmælisdagur:

stofnaður árið 1993

Staðsetning:

Neskaupstað

Heimasími:

477 1650

MySpace vefsíða:

http://tinyurl.com/o9p9fzo

Um:

Endilega sendið inn efni á vefinn á ofangreint netfang

Kennitala:

661006 1880

Bankanúmer:

1106-26-1006 1106-15-550415 168-05-60984

Tenglar

eXTReMe Tracker